Dvöl - 01.03.1937, Síða 60

Dvöl - 01.03.1937, Síða 60
122 D V Ö L lét dæluna ganga, bætti hann kubbum í ofninn. — Já, það er gamla lygin, sem er svo djúpt gróðursett í hjörtu mannanna, hélt hann áfram. Það er Satan, djöfullinn og höggorm- urinn, sem er faðir lyginnar. Hann lagði sterka áherzlu á hvert orð. — K$>nan skrökvaði ekki fyrr en maðurinn, því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð hins heilaga evangelium. En þú blekktir mig, þegar þú kveiktir á lampanum. Og þú skrökvaðir í hjarta þínu, þegar þú slökktir á honum, einnig til þess að blekkja mig. — — Stína gamla náði smámsaman fullu jafnvægi hugarfarsins. Hún þekkti Berg, þegar „prédikunarandinn“ kom yfir hann, eins og hún nefndi það, og hún safnaði saman viðarbút- unum steinþegjandi og tendraði að nýju eldinn á arninum, og allt lið- langt kvöldið féll ekki orð frá vör- um þeirna, en vindurinn þeytti snjókornunum sem ákafast á gluggarúðurnar og reykurinn fékk ekki útrás vegna hamfara veðurs- ins. Honum sló niður í litla her- bergið gömlu hjónanna. Har. Guðnason þýddi. Gustaf af Geijerstam, sem er höfund- ur sögunnar hér á undan, var um og eftir síðustu aldamót einn af allra vin- sælustu rithöfundum Svía. Hann var fæddur 5. jan. 1858 og dó 6. marz 1909. Hann lauk kandídatsprófi í heimspeki í Uppsölum árið 1879. Fyrsta bók hans, Grákallt, sem var smásögusafn, kom út 1882. Geijerstam var um petta leyti i nokk- ur ár blaðamaður í Stokkhólmi, en síð- an um skeið starfsmaður við leikhús í Gaulaborg, en skrifaði jafnframt margar bækur, einkum skáldsögur. Sögur hans voru framan af mjög alvarlegs efnis og jafnvel kenndi í peim nokkurs kulda. En um 1895 breyttist Geijerstam, að tal- ið er fyrir gleði og sorgir hjúskapar- og heimilislífsins, og verða pá bækur hans hlýjar og fullar af samúð og hluttekn- ingu víð aðra. Kemur petta fyrst glöggt íram í barna- bók, „Mina pojkar“. er út kom 1896 og hefir hún verið pýdd á islenzku og heit- ir pá „Drengirnir ínínir". Leikritið rTcngdapal>bi“ eftir (kannast flestir einnig við hér heima. „Boken om lille bror“, sem út Icom aldamótaárið, hlaui alveg sérstaklega góðar viðtökur og var gefin út í 14 útgálum á premur árum. Gustaf af Geijerstam verður lengi minnzt sem oins aí ágætustu höfundum Svía um s. 1. aldamót. Hann er talinn, á sínum tima, að hafa verið einn af merkustu boðberum „realismans" og „naturalismans“ í sænskum bókmennt- um. »Hver spilaði á fiðlu meðan Róm var að brcnna?« spurði skólameist- arinn. »Hektor«, svaraði einn nem- andinn. »Nei«, sagði skólameistar- inn. »Snati pá«, sagði drengurinn. »Snati'! Hvað áttu eiginlega við með þessui Pað var Neró«. »Jæja«, sagði drengurinn, »ég vissi að það var maður, sem hét einhverju hunds- naíni«,

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.