Dvöl - 01.03.1937, Page 51

Dvöl - 01.03.1937, Page 51
D V 0 L 113 aðir og óvanir knapar látnir ríða þeim. En það má ,,Fákur“ með réttu eiga, að hann hefir, a. m. k. nú upp á síðkastið, hlynnt að þeim skeiðhestum, sem reyndir hafa verið. Sést það bezt á því, að metlaun fyrir skeið hafa verið helmingi hærri en fyrir stökk. Þetta á líka svo að vera, því að eigi skeiðhestur að vera vel þjálfaður, útheimtir það mikinn tíma og aukin útgjöld fyrir eig- andann. Er þá næst að minnast með fám orðum á hraða nokkurra skeiðgarpa, sem reyndir voru á Melakappreiðunum árin 1897— 1909. Fyrst skal þá frægan telja ,,Mósa“ L. Sveinbjörnsen, rann hann 297 metra á 25 sek. ,,Brún- stjarni“ Ásgeirs Þorvaldssonar frá Hjaltabakka rann 273 mtr. á 24 sek. „Bleikur“ M. Step- hensen (yngra), rann 263(4 metr. á 25 sek. og loks rann ,,Rauður“ Ólafs Guðmundssonar frá Lækjarhvammi 226 metr. á 22 sek. Þessir hestar höfðu mestan skeiðhraða af þeim hestum, sem reyndir voru á Melakappreið- unum, og er hann betri en skeið- hraði sá, er nú næst hér á Vell- inum. En rétt er að geta þess, að á Melakappreiðunum voru oft reyndir skeiðhestar, eins lélegir og þeir lökustu, sem reyndir hafa verið á vegum ,,Fáks“, svo að væri meðaltal tekið af þeim, myndi það sízt beti-a en nú hjá „Fák“. Fyrir og um það leyti, sem Melakappreiðarnar stóðu sem hæst, voru hér margir afburða- snjallir vekringar. Stilli ég mig ekki um að nefna nokkra þeirra, og veit ég að ennþá eru margir menn hér, sem muna eftir þeim. Nefni ég þá fyrst „Hvíting" Daníels Bernhöfts; hann var ætt- aður úr Borgarfirði, honum skipa ég í fyrstu röð vekringa. Hann var samt töltlaus, en þó tel ég víst. að hefði Daníel fengið hann yngri, þá hefði hann orðið tölt- ari. Eftir aldamótin átti D. Bern- höft tvo snillinga, báða úr Borg- arfirði, rauðvindóttan frá Hjarð- arholti og grá'an frá Sólheima- tungu. Ég var svo lánssamur að ríða honum part af vetri, þegar Daníel átti hann, og tel ég hann einn með beztu vekringum, sem ég hefi komizt í kynni við, og sama var að segja um annan gang hjá þeim hesti. Um sama leyti og D. B. átti „Hvíting“ átti sá, sem þetta ritar, gráan hest „Borgfirðing“, ættaðan frá Hvít- árósi í Borgarfirði; tel ég að hann hafi gengið næst „Hvít- ing“, hvað vekurð snerti. Eftir aldamótin átti Guðm,- Olsen jarpan hest, einnig úr Borgar- firðinum, hann var flugvakur og ágætur töltari. Eftir andlát Guð- mundar eignaðist Jón Proppé hann. Þá má ekki gleyma „Gull- topp“ Þorgríms Guðmundsens,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.