Dvöl - 01.03.1937, Side 54

Dvöl - 01.03.1937, Side 54
116 I) V 0 L S N J Ó R Eftir Gustaf af Geijerstam Það var janúardagur, um þrjú- leytið og þegar farið að rökkva og eyjarnar hjúpuðust dökk-grárri þokuslæðu vetrardagsins. Undir gráleitum himninum virtist hvít- greniskógurinn umlykja litla rauð- málaða húsið, er stóð í útjaðri hans, ennþá þéttar en endranær; frá litla húsinu var aflíðandi halli niður að ströndinni. En uppi yfir votri jörðunni og yfir hinum nöktu greinum trjánna tók að blása kald- ur vindur, sem flutti með sér reykinn úr reykháfunum, og gráu reykjarhnoðrarnir, sem svifu ósýnilegir í húmi loftsins, dreifð- ust á greinum trjánna. Bergur gamli stóð á hæðinni fyrir ofan litla bæinn sinn og hjó eldivið. Kræklóttir viðarbútarnir lágu í einkennilegum hrúgum kringum hann, hver ofan á öðrum, og mynduðu hlykkjóttar raðir. — Hann hjó látlaust í heila klukku- stund, seinlega og virtist vera í þungum þönkum. Hann tók sér stutta hvíld öðru hvoru og horfði þá út á sjóinn. — Það er þó einkennilegt! Svo mælti hann, að nokkru leyti við sjálfan sig og að nokkru leyti við himin og jörð. Hann leit enn þá einu sinni út á sæinn, eins og hann vænti þess, að hann skildi orð sín og hugsanir, þar sem dimmar öldurnar hófu sig upp með hvítu löðri á toppunum, svo hrækti hann fram fyrir sig með athyglis- svip og gekk inn í bæinn. — Bráðum kemur snjórinn, sagði hann og settist í hornið hjá arninum, tók að nudda vinstri öxl- ina og lét hana njóta góðs af yln- um frá arninum. — Heldurðu, að hann fari að snjóa? kemur úr einu horni her- bergisins, er hinum brennandi viðarbútum tókst ekki að lýsa upp. Bergur greip járnbút, skar- aði í glæðurnar og bætti á ofur- litlu af nýju spreki. Eldurinn glæddist í svip, en dvínaði svo bráðlega aftur. Daufur bjarmi féll á þann hluta stofunnar, sem röddin kom úr. Á lágum legubekk sat gömul kona, skorpin af elli og erfiði. Hún rótaði í ofurlítilli hrúgu af kartöflum með hnýttum höndunum, sem voru næstum sam- litar gráleitri glætunni frá glugg- anum. Hún tók kartöflurnar, hverja af annari, sleit af þeim frjóangana og kastaði þeim í ryðg- að ílát, er einhverntíma hafði ver- ið vatnsfata. Þegar hún sneri sér að eldinum og horfði rannsakandi

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.