Dvöl - 01.03.1937, Page 31

Dvöl - 01.03.1937, Page 31
D V Ö L 93 eru Kvísker og þar býr Björn bóndi með ágætri konu og mörg- um uppkomnum og hálfupp- komnum börnum. Kvísker er eins konar sæluhús á þessari feikna- auðn. Jökullinn er á bak við, hafið framundan og jökulsár til beggja hliðá. Og Björn á Kví- skerjum er eins og verndarandi þeirra, sem um sandinn fara, og hefir verið það um mörg ár. Það er gróðurlítið umhverfis Kvísker, örlítill túnkragi, en ná- lega engar engjar. Björn verður að sækja mikið af heyskap sínum til venzlamanna sinna á Fagur- hólsmýri, en fjarlægðin er svo mikil, að hann getur ekki farið nema eina ferð á dag fram og aftur með heybandið. En landið á Kvískerjum er kjarngott, þó að það sé ekki gróðurmikið, og Björn hefir allmargt sauðfé og marga hesta, ekki sízt vegna fylgdanna yfir sandinn. Frambærinn á Kvískerjum er fremur hrörlegur, lítil stofa og köld að vetrinum. Húsfre.yjan befir búizt við, að okkur þætti einmanalegt í stofunni og bauð okkur i borðstofu. Þar var rúm- gott, hlýtt og bjart. Þar bjuggu hjónin með barnahóp sinn. I smáhillu, sem lítið bar á, sá ég fræðibækur á ensku og þýzku um jarðfræði og grasafræði. — Tveir eldri sonanna áttu þær og lásu. Erlendir jarðfræðingar höfðu dvalið um stund á heim- jlinu og höfÓU drengirnir lært af þeim nokkuð í tungumálum og með þeirra atbeina fengið sér fræðibækur og unnið á eigin hönd. Björn fylgir flestum yfir sand- inn austur yfir Jökulsá, eða yfir jökulinn.Hann ihefir örlitla þókn- un frá vegamálastjórninni fyrir að gæta jökulleiðarinnar. Til þess þarf hann að fylgjast vel með jöklinum allt sumarið, höggva spor fyrir gangandi fólk, gera smábrýr yfir sprungur og iána ferðamönnum mannbrodda. Björn lítur þannig á, að úr því að hann eigi að gæta jökulsins vegna ferðamanna, þá beri hon- um að koma þeim klaklaust yfir, og án endurgjalds. Óteljandi sinnum hefir Björn sótt og flutt ferðamenn austur að ánni eða jöklinum, ýmist á nóttu eða degi og í allskonar veðrum. Hann er fámáll, en hlýr og umhyggju- samur. Hann lítur á ferðamenn- ina líkt og hjúkrunarkona á sjúkrahúsi á sjúklinga þá, sem hún gætir. öryggi og ábyrgðartilfinning Björns á Kvískerjum er bezta trygg- ingin, sem ferðamenn geta fengið á Breiðamerkursandi. Mér fannst, þegar ég hafði kynnzt þessum merkilega manni, að vegamálastjórnin þyrfti að launa honum betur en gert er varð- mannsstarf hans við Jökulsá. Síminn liggur heim að Kví- skerjum. Þar er útvarp og nú er komin þar ein af þessum t

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.