Hlín - 01.01.1941, Side 15
Hlín
13
Verið algáðir til bæna!
Rœöa flutt á aðalfundi Hjeraössambands eyfirskra
kvenna í HúsmœÖraskólanum á Laugalandi, sunnudag-
inn 25. maí 1941 — af sjera Benjamín Kristjánssyni.
I. Pjetursbrjef 4, 7 b. — 12.
„Vakið og biðjið, svo þjer fallið ekki í freistni“.
Þannig hljóðar ein hin síðasta áminning Meistarans til
lærisveinanna þriggja, sem honum voru handgengnast-
ir, kvöldið áður en hann gekk út í pínuna og dauðann.
— Einn af þessum lærisveinum, og sá breyskasti ai
þeim öllum, var Pjetur, höfundur þessa brjefs, sem
jeg nú las kaflann úr, enda heyrum vjer glögt bergmál-
ið af raust Meistarans sjálfs í þessum orðum: „Verið
því gætnir og algáðir til bæna!“
Sjerstök ástæða var til þess, að þessi áminning
brendi sig fast í vitund Pjeturs. — Ekki aðeins hafði
hann sofið á verðinum, meðan Meistarinn háði sitt
sálarstríð og sveittist blóðinu í Getsemane, heldur
hafði hann og hrasað margvíslega og eftirminnilega, er
hann vildi þó trúlega fylgja Meistara sínum á leið eftir
hinum þyrnistráða píslarferli. — Fyrst hafði hann
næstum því verið orðinn mannsbani, er hann brá
sverðinu. En öðru sinni afneitaði hann Meistara sín-
um, tók að formæla og sverja: „Aldrei þekti jeg þenn-
an mann“. Svo djúpt gat hann fallið, þótt hann ætlaði
sjer mikið og vogaði sjer meira, en hann orkaði. Hug-
rekkið þraut á miðri leið. — Meðan Meistarinn gekk
þolinmóður og staðfastur þrautaferil sinn á enda, brotn-
aði niður styrkur þessa örlynda manns, sem þó elskaði
Meistarann svo mjög, að hann gat ekki hugsað sjer að
skilja við hann. — Og það er ekki að efa, að sárlega
hafa þessir atburðir brunnið í sál hans æ síðan, er