Hlín - 01.01.1941, Page 29
Hlín
27
Fundurinn í Reykjavík ræðir um að safna fje til há-
skóla íslands, og Þorvaldur Thoroddsen flytur langa
ræðu um háskóla og hvernig þeim sje hagað í hinum
ýmsu löndum, en í Ameríku byrjar kvenfrelsishreyf-
ingin á því að fá þrælahaldið afnumið.
Þessi fyrsti fundur kvenfrelsiskvenna, er haldinn var
19. og 20. dag. júlímánaðar 1848, samdi miklar og
merkilegar fundarályktanir og krafðist algers jafnrjett-
is við karlmenn.
Fundurinn byrjaði ályktanir sínar á þessum orðum:
„Það er viðurkent, að þetta sje hið mikla boðorð nátt-
úrunnar, að maðurinn eigi að keppa að því takmarki
að ná sannri og verulegri sælu“. — Blackston (hann
var frægastur allra enskra lögfræðinga á sinni tíð 1723
—80) segir svo í skýringum sínum, að þetta mikla nátt-
úrulögmál sje vissulega meira skuldbindandi en allar
aðrar lagasetningar, því að það sje jafngamalt mann-
kyninu og sett af sjálfum Guði. Það gildir í öllum
heimi, í öllum löndum og á öllum tímum. — Allar
mannasetningar, sem eru gagnstæðar þessu boðorði,
eru með öllu ógildar, en þær mannasetningar, sem
gildandi eru, eiga beinlínis og óbeinlínis allan sinn
kraft og alt sitt gildi til þessa frumboðorðs oð rekja.
Þess vegna var ályktað:
„Öll þau lög, sem á nokkurn hátt eru sannri og
verulegri velferð kvenna til fyrirstöðu, eru gagnstæð
hinu mikla boðorði náttúrunnar og hafa ekkert gildi,
af því að það er meira skuldbindandi en allar aðrar
lagasetningar“.
Margar fleiri ályktanir voru gerðar á fundum, sem
allar gengu í sömu átt. — Kröfur fundarins hnigu allar
að fullkomnu jafnrjetti við karla. Konur heimta sömu
mentun, þær heimta sömu stöður og karlmenn, og telja
lög, sem þessu eru til fyrirstöðu, með öllu ógild. —
Þær heimta kosningarjett, rjett til að tala á mannfund-