Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 62
60
Hlín
mörg hlaup við að sækja hesta og kærkomin tækifæri
til að reyna hverskonar reiðskjóta og allan þeirra mis-
jafna gang. Allt var þetta ánægjulegt og hressandi. En
ef verkefni brást kunni mamma að stinga upp á, að við
færum í eggjaleit, eða til að safna upptíning eða haga-
lögðum (sem Sunnlendnigar kölluðu). — Egg fundum
við sjaldan, en furðu mikið af hagalögðum, og vorum
montin að geta lagt þá inn í Bakkabúðina. Jeg man
eftir vænni skjóðu, sem jeg hafði troðið fulla, og fjekk
fyrir laglega spilkomu og bollapar.
Nokkrum sinnum sat jeg lömb, en aldrei upp á eigið
eindæmi. Svona leið vorið með fjörugri tilbreytni og
sumarið kom og heyannir. Þá var hrífa og orf til taks
og gaman að geta sjer góðan orðstír. Því fylgdi tals-
vert erfiði og matarlystin varð gífurleg. Mest var gam-
^n að heyflutning og fá að sitja milli bagga og hjálpa
til að láta upp og taka ofan, með því að standa und-
ir bagganum á móti. Aftur var minna gaman að snúa
hverfisteini. Þá voru allir ljáir dregnir en ekki klapp-
aðir, og fór endalaus tími í það.
Á haustin var oft óskemtilegra þegar veðrið var kalt
og rigningar. Þá var eitt aðalverk að leiða á tún, þ. e.
teyma áburðarhesta með mykjukláfa fram og aftur.
Klárarnir voru oft þungir í tauminn. Eins var fremur
leiðinlegt og löðurmannlegt að halda í ristil í sláturtíð-
inni. Þá kaus jeg heldur kver og biblíusögur; var þó
hvárgi kosturinn góður.
Margt var fleira, sem jeg ekki man, en ætíð er mjer
ljúft að minnast, hve gaman var að fylgjast með fólk-
inu í öllum þess störfum og hjálpa því með snúningum
og handtökum. Gott var að fara í húsin og hjálpa til að
gefa og brynna skepnunum eða halda til í fjóshlýjunni
hjá Árna fjósamanni og heyra hann útskýra ýmsa nátt-
úrlega hluti.
Jeg hef fjölyrt um þetta gamalháttaða sveitalíf, lítið