Hlín - 01.01.1941, Page 62

Hlín - 01.01.1941, Page 62
60 Hlín mörg hlaup við að sækja hesta og kærkomin tækifæri til að reyna hverskonar reiðskjóta og allan þeirra mis- jafna gang. Allt var þetta ánægjulegt og hressandi. En ef verkefni brást kunni mamma að stinga upp á, að við færum í eggjaleit, eða til að safna upptíning eða haga- lögðum (sem Sunnlendnigar kölluðu). — Egg fundum við sjaldan, en furðu mikið af hagalögðum, og vorum montin að geta lagt þá inn í Bakkabúðina. Jeg man eftir vænni skjóðu, sem jeg hafði troðið fulla, og fjekk fyrir laglega spilkomu og bollapar. Nokkrum sinnum sat jeg lömb, en aldrei upp á eigið eindæmi. Svona leið vorið með fjörugri tilbreytni og sumarið kom og heyannir. Þá var hrífa og orf til taks og gaman að geta sjer góðan orðstír. Því fylgdi tals- vert erfiði og matarlystin varð gífurleg. Mest var gam- ^n að heyflutning og fá að sitja milli bagga og hjálpa til að láta upp og taka ofan, með því að standa und- ir bagganum á móti. Aftur var minna gaman að snúa hverfisteini. Þá voru allir ljáir dregnir en ekki klapp- aðir, og fór endalaus tími í það. Á haustin var oft óskemtilegra þegar veðrið var kalt og rigningar. Þá var eitt aðalverk að leiða á tún, þ. e. teyma áburðarhesta með mykjukláfa fram og aftur. Klárarnir voru oft þungir í tauminn. Eins var fremur leiðinlegt og löðurmannlegt að halda í ristil í sláturtíð- inni. Þá kaus jeg heldur kver og biblíusögur; var þó hvárgi kosturinn góður. Margt var fleira, sem jeg ekki man, en ætíð er mjer ljúft að minnast, hve gaman var að fylgjast með fólk- inu í öllum þess störfum og hjálpa því með snúningum og handtökum. Gott var að fara í húsin og hjálpa til að gefa og brynna skepnunum eða halda til í fjóshlýjunni hjá Árna fjósamanni og heyra hann útskýra ýmsa nátt- úrlega hluti. Jeg hef fjölyrt um þetta gamalháttaða sveitalíf, lítið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.