Hlín - 01.01.1941, Side 90
88
Hlín
um á hendur þeirra, sem hafa meira en nóg að bera, þó
engu væri við það bætt. — Það er ætíð svo þægilegt
að sjá alt á eftir. — Dauðinn er ekki' sjaldsjeður gest-
ur í manna bygðum, en hvenær hann kemur, eða á
hvaða stundu, vitum við sjaldnast, hann gerir ógjarnan
boð á undan sjer. — Alt okkar vit og vilji er takmark-
að, og háð þeim vanmætti, sem fylgir þessu jarðlífi. —
Og fáir, hvað vel sem þeir eru gefnir, munu lifa langa
æfi án þess að standa einhverntíma andspænis því, sem
þeim er algerlega ofurefli að sigrast á, án æðri hjálpar.
Einu sinni, er við áttum tal um þetta, sagði Sigríður:
„Þetta var engum að kenna“. — Henni var þetta erfið
hugsun, jeg heyrði það á því hvað röddin klökknaði. —
Það var alveg rjett, þetta var engum að kenna. Slys
geta orðið hjá fullorðnum af þeim ástæðum, að ógæti-
lega er farið, en hjá óvita börnum er ekki um slíkt að
ræða. — Hún gat heldur ekki þolað það, að nokkur
skuggi fjelli á mann hennar, hún unni honum svo mik-
ið sem vonlegt var. — Þau Sigríður og Grímur mistu
líka uppkomna dóttur, Valgerði að nafni, hún dó úr
tæringu. — Um það sagði Sigríður: „Mjer fanst nú
minna til um það, þegar frá leið, jeg hugsaði sem svo:
„Ef hún hefði þurft að liggja svo árum skifti í sjúkra-
húsi langt í burtu, þá hefði mjer fallið það þungt, dauð-
inn var þá betri“.
í samanburði við það, sem á undan var gengið, var
slík sorg eins og náttfall á vorin.
Börn þeirra, sem enn eru á lífi, eru þessi: Benedikt
bóndi á Kirkjubóli, og Ragnheiður til heimilis þar hjá
bróður sínum. Guðjón bóndi að Miðdalsgröf í Tungu-
sveit. Þorbjörg gift kona austur í Húnavatnssýslu. Guð-
björg gift Axel Andersen klæðskera í Reykjavík og
Ingunn gift kona í Reykjavík. Guðrún gift kona í Skál-
holtsvík við Hrútafjörð.
Þegar Grímur dó, tók Benedikt sonur hans við búinu