Hlín - 01.01.1941, Page 102
100
Hlín
fram yfir það. — Jafnframt höfum við búið til nokkuð
af öðrum leðurvörum, svo sem: töskum, beltum o. fl.—
Mestur hluti húfanna hafa verið úr skinni, en þó nokk-
uð síðustu ár úr taui, hinar svonefndu skíðahúfur. —
Fram að síðustu áramótum munu alls hafa verið fram-
leiddar hjer ca. 21 þúsund húfur.
Þetta er það sem unnist hefur. Um hina hliðina mætti
vitanlega eitthvað segja. — Ýmsir örðugleikar hafa
fyrir komið, sjerstaklega með útvegun á efni vegna
innflutningshafta o. þ. h. — Við höfum að lang mestu
leyti unnið úr skinnum frá „Iðunni“, síðan hún tók til
starfa, og vil jeg fullyrða, að bestu skinn þaðan standa
ekki að baki erlendum skinnum að gæðum. — Salan
hefur jafnan gengið mjög greiðlega, og oftar verið
hægt að selja mun meira en tök hafa verið á að fram-
leiða. Enda takmarkað hvað hægt er að færa út kví-
arnar. Húspláss lítið, ekkert rafmagn til hjálpar o. þ. h.
— Fyrst framan af vann jeg við þetta í baðstofunni
innan um annað heimafólk, upp á síðkastið í einni lít-
illi' stofu, nema þegar seilst er inn á lóð húsfreyjunnar.
sem hendir ósjaldan. — Það hefur oft verið þröngt í
vinnukompunni, þegar öllu heimilisfólkinu hefur verið
safnað þar saman á kvöldvökum, sem „hjálp í viðlög-
um“. — En einmitt í þessu atriði tel jeg mestan hagn-
aðinn, að geta notað betur þann vinnukraft, sem er á
heimilinu, þó aðeins sje í ígripum frá öðrum störfum.
— Á síðari árum hefur verið sjerstakt fólk hjer til
þessara starfa. Eru það stúlkur af bæjunum hjer í
kring, sem fengnar hafa verið, og eru það ekki svo fá-
ar þúsundir króna, sem fyrirtækið hefur þannig greitt
í kaupgjald.
Við urðum fyrstir manna hjer á landi til að fram-
leiða skinnhúfur. Á síðari árum hafa mörg fyrirtæki í
kaupstöðum tekið fyrir þessa iðn. — Þau hafa að sjálf-
sögðu mun betri aðstöðu, að minsta kosti að sumu leyti.