Hlín - 01.01.1941, Page 105
Hlín
103
ið. — Þá þarf að dýfa bandinu snögglega niður í vatn-
ið — vitriól er svo fljótt að verka. — Er bandið látið
liggja niðri í aðeins 3 mín. Tekið svo upp aftur og nú
bætt í síðari helming af því tiltekna vitrióli. Þá er
bandinu dýft að nýju með sama hætta og fyr, og haft
niðri í sama tíma og áður. — Tvískifting þessi er nauð-
synleg til þess að vitriólið verki nokkurnveginn jafnt á
bandið alt.
Mosalitun. (Mosi 7 kg. Band IVz kg.).
Mosann má taka á öllum tímum árs, en bestur er
hann áliðnu sumars. — Mosinn þolir vel geymslu, ef
hann er þur og raki kemst ekki að honum. — Verka
þarf mold meðan úr honum um leið og hann er tekinn,
en mylja hann þó sem minst. — Mosann læt jeg liggja
í bleyti dægurlangt, áður en litun hefst. Þarf til þess
stórt ílát, svo hægt sje að róta í mosanum og mold
geti setst á botninn. — Þegar lita á, er mosinn látinn í
poka úr gisnu ljerefti og bundið fyrir opið. Eru hafðir
fleiri eða færri pokar eftir stærð litunaríláts. Er betra
að hver poki sje ekki gildur, sýðst þá betur úr mosan-
um. — Mosapokarnir skulu lagðir í kalt vatn í litunar-
pottinn, eins og allar litunarjurtir, og síðan komið í
suðu með hægri hitun.
Undir mosalitun skal band vera soðið í álúnsvatni. —
Þegar mosinn hefur soðið með hægð alt að 15 mín. læt
jeg suðuna falla niður, tek lög ofan af pottinum í ema-
ilerað fat og lita í þessu tvo ljósustu litina. Legg jeg í
þennan lög það af bandi, t. d. tvær hespur, sem jeg
ætla þá liti. — Eftir örstutta stund tek jeg upp úr þá
hespuna, sem ljósari skal vera, en hina eftir nokkra
bið, og er hún þá dekkri orðin. — Suðuhita þarf að
halda í fatinu. — Síðan er látið ofan í pottinn það
band, sem ætlað er að fá sterkari liti. Er nú gott að
leggja fatið, eða annað þvílíkt, á milli bandsins og pok-