Hlín - 01.01.1941, Síða 106
104
Hlín
anna í pottinum, svo ekki liggi það hvað við annað. —
Skal nú fram haldið hægri, jafnri suðu. — Rjett er að
róta og þrýsta mosapokunum með litunarprikinu á
meðan litað er. Og jafnframt þarf að hreyfa bandið,
annars getur það orðið mislitað. — Innan skamms má
taka upp það sem ljósastan lit á að bera, næst því sem
búið var að lita, og svo hvað af hverju, þannig að hæfi-
legur litamunur sjáist. Ef t. v. 4 hespur hafa verið
látnar í litinn, er sú fyrsta tekin þegar hún þykir
nægilega mikið dekkri en síðari liturinn, sem tekinn
var úr fatinu, og svo hver eftir aðra, með þeirri bið á
milli, að litbrigðaröðin haldist eins og á verður kosið.
— Með þessu fást 6 mismunandi litir. Er hinn fyrsti og
ljósasti bleikgulur, en hinn síðasti og deksti dökk-
rauðbrúnn. — Náist eigi með þeirri aðferð, sem hjer
var lýst, svo dökkur litur sem óskað er, þá er hægt að
bæta úr því þannig að sjóða mosa af nýju og lita aftur
það, sem um þykir þurfa að bæta, og þá eigi sjóða
lengur en þörf gerist. — Þetta er betra en að bæta
mosa í lög þann, sem búið er að nota. — Dekstu lit-
irnir þurfa að seyðast lengi, þrjá til fjóra klukkutíma.
Mótorspólurokkur.
Þessi litli spólurokkur samanstendur af tveim aðal-
hlutum: Aflvjelin eða rafmótorinn og sleðamótstaðan,
sem gangur vjelarinnar er stiltur með eftir því hvort
maður vill spóla hratt eða hægt. — Þessum stykkjum,
ásamt slökkvara og stæði til að festa annan enda spól-
unnar á, er fest á fjöl, hvort við endann á öðru, eins
og myndin sýnir. — Öðrum enda spólunnar er smeigt
upp á aflvejlaröxulinn. — Stæðið er færanlegt vegna
mismunandi stærðar á spólunum. Það er búið til úr
gjarðajárni og klofið upp í endann á neðra járninu, en
efra járnið er beygt í vinkil og skrúfa á því, sem leik-