Hlín - 01.01.1941, Page 109

Hlín - 01.01.1941, Page 109
107 Hlín kaffi hafa þau verið sólgin í. — Það er eitthvað bogið við þessar matarvenjur barnanna, og ske kynni að læknar ættu hjer nokkra sök á. Mjer finst, að á sama tíma sem þeir, vafalaust með rjettu, bannfæra neysluhæfni sumra fæðutegunda, þá ættu þeir að leggja áherslu á, að fólkið notaði mun meira en nú er gert sumar auðfengnar, innlend- ar matartegundir, sem eru skilyrðislaust heilnæmi og þróttgjafi mannlegum líkama. — Vil jeg í þetta skifti aðeins nefna harðfiskinn. Hann hefur frá ómuna tíð, eða síðan land bygðist, verið einn af fremstu fæðu- tegundum íslensku þjóðarinnar, og gefist með þeirrí prýði, að ekki þarf um að deila nje á að villast. í fám dráttum vil jeg nú gera grein fyrir skoðun minni og reynslu, hvað snertir neytslu og notkun þess- arar hollu fæðu, harðfiskjarins, ef ske kynni að athygli einhvers mætti að honum beinast. Fljótlega eftir að jeg setti saman bú og stofnaði heimili, og á mig fjell skylda að brauðfæða vaxandi fjölskylduhóp ásamt verkafólki, varð mjer það ljóst, að bú mitt mætti engan tíma árs án harðfiskjar vera. — Jeg sá að börnunum var hann lífsnauðsyn til þroska og heilsustyrks, en okkur, þeim fullorðnu, var hann afl- og orkugjafi. Jeg fullyrði ekki, en mjer er nær að halda, að það, hve jeg, drengir mínir og vinnupiltar seigluðum oft áfram löngu og þrauterfiðu dagsverki, hafi verið mikið að þakka harðfisksneyslu okkar. Og það, hve börn mín hafa komist til fullorðinsára án nokkurra tannskemda eða meltingarkvilla, þakka jeg að miklu leyti harðfiskinum, sem þau borðuðu stöðugt í uppvexti. — Ekki dreg jeg það í efa, að nokkuð það, sem íslensk húsmóðir á í búi sínu eða búri jafnist á við góða, vel meðfarna nýmjólk, enda frá henni komn- ir gæða-rjettirnir skyr og smjör, þó held jeg enga fjar stæðu að skipa góðum harðfiski á borð með slíkum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.