Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 110
108
Hlín
sómarjettum. — En til þess að harðfiskur geti haft
slíkt gildi, þarf hann að vera rjett meðhöndlaður frá
því hann kemur úr sjónum og þar til hann er full-
hertur, jeg á við feitan, vænan haustfisk.
Það, hve harðfiskneysla hefur stórminkað með þjóð-
inni á vafalítið sinn þátt í vaxandi kvillum og vesal-
dómi fólksins, og því verra er til þessa að vita, þar sem
engin nauð hefur rekið til að fólkið gengi frá gömlum
góðum sið í mataræði, því að altaf veiðist fiskurinn og
því gefin aðstaða til að herða hann. — Margir halda,
að harðfiskur sje, eða þurfi að vera, svo dýr fæða, að við
sveitamenn höfum ekki efni á að kaupa hann til stór-
neyslu. Mín skoðun og reynsla er fjarri því. Þegar alt
kemur til alls mun harðfiskur, ef rjett er á haldið, eitt-
hvert ódýrasta búsíalg okkar landbænda. — Þær leiðir,
sem jeg hef farið til harðfisköflunar mínu heimili fyr
og síðar, hafa aðallega verið þrjár. 1. Að ráða einhvern
manna minna til róðra á haustvertíð og láta hann
herða það besta úr aflanum. 2. Að skifta við sjávar-
bónda á harðfiski og tólg eða kæfu, og sú 3ja að kaupa
fiskinn í stórum slatta nýjan upp úr sjónum seint á
hausti, keyra hann heim, fletja hann og búa í herslu
sjálfur. — Allar eru þessar leiðir færar. Þó tel jeg þá
síðustu besta, því í fyrsta lagi ræð jeg þá sjálfur hvern-
ig fisk jeg kaupi, í öðru lagi fæ jeg fiskinn glænýjan og
óslægðan, svo jeg get hnakkaflatt hann, en það tel jeg
best. í þriðja lagi fæ jeg alla lifur til heimabræðslu í
barnalýsi.
Ágætt er að dýfa fiskinum, áður en hann er hengdur
upp, ofan í daufan saltpækil, það gerir hann bragð-
betri. — Forðast verður, eftir því sem auðið er, að láta
vatn komast að fiskinum (regnvatn) eftir að hann er
kominn upp á rár til herslu. — Vitanlega er margt ó-
sagt um meðferð og herslueftirlit fiskjarins, en þetta
eru aðalatriðin,