Hlín - 01.01.1941, Qupperneq 117
Hlín
115
okkur borgurunum til öryggis. — Óskandi væri, að
konurnar í landinu vildu kynna sjer alþýðutrygging-
arnar og hvetja ungmennin til að skilja tilgang þeirra,
svo að þau taki viljugan þátt í lögboðnum greiðslum til
þeirra.
Við þekkjum öll dæmi til, að menn hlífast við, árum
saman, að leita læknishjálpar vegna kvíðvænlegs kostn-
aðar. — Við þekkjum öll gamla fólkið, eignalausa, sem
er algerlega upp á aðra komið og á mismunandi
ánægjulega æfi. — Enginn er betur að því komin að
njóta nokkurs stuðnings til sjálfstæðs framfæris en
þetta góða, gamla fólk, sem hefur unnið alla æfi vel og
dyggilega, en getur nú ekki meira.*
Á s. 1. vori, 1941, þegar alþýðutryggingalögin voru 5
ára, var gefin út Árbók, sem gerir meðal annars grein
fyrir hvernig lögin hafi reynst í framkvæmdinni og
hvaða starfsreglum er fylgt. — Er mikinn fróðleik að
finna í bók þessari.
í formálanum segir svo: „Opinber fyrirtæki eiga að
starfa fyrir opnum tjöldum. Starfsemi Tryggingarstofn-
unarinnar hefur víðtæk áhrif á hag mikils fjölda fólks.
— Tryggingarstjórnin telur sjer því skylt að gera sitt
til þess, að allur almenningur, sem trygginganna á að
njóta og greiða gjöld til þeirra, eigi þess kost að fá sem
glegstar upplýsingar um framkvæmd þeirra og starf-
semi stofnunarinnar“.
* Þegar jeg var á ferð vestanhafs, 1937—38, höfðu Bandaríkin
og Canada nýlega koniið á hjá sjer ellitryggingum. Nutu þar
styrks eignalaus gamalmenni, 60—65 ára. (í Bandaríkjunum
frá 60 ára aldri. f Canada frá 65 ára). Styrkurinn nam 15—25
dollurum á mánuði. — Jeg hitti nokkra landa, sem nutu þessa
styrks. Mjer fanst þeir sannarlega vel að honum komnir. —
Sumir greiddu fyrir sig á elliheimili, aðrir hjá eignalitlum
vandamönnum, sumir bjuggu sjer, og nutu rólegrar og ánægju-
legrar elli, voru fremur veitandi en þiggjandi eins og þeir
höfðu alla æfi verið.
8*