Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 120
118
Hlín
Með lögunum 1936 var svo ákveðið að í hverjum
kaupstað skyldi stofna sjerstakt sjúkrasamlag.
í hreppum utan kaupstaðar er ekki skylt að stofna
sjúkrasamlög. Fara skal fram atkvæðagreiðsla um
það hvort stofna skuli sjúkrasamlag í hreppnum, ef
hreppstjórn ákveður eða J4 hluti kjósenda æskir þess.
Hafa verið stofnuð 6 samlög utan kaupstaðanna, nær
hvert þeirra aðeins yfir einn hrepp. — Það hefur verið
ýtt mjög undir stofnun sjúkrasamlaga þar sem þau
voru ekki lögboðin.
Elli- og örorkubœtur: Ríkissjóður 421 þúsund. —
Sveitasjóðir: 1020 þúsund. — Trygðir: 630 þúsund.
Af gamalmennum yfir 67 ára fengu um 5500, eða
68%, einhver ellilaun. (Tala gamalmenni yfir 67 ára er
um 8000).
1150 öryrkjar fengu nokkrar bætur. — Elli- og ör-
orkubætur greiddar 1513 þúsundir á árinu.
Úthlutun elli- og örorkubóta 1939 var að meðaltali á
styrkþega í kaupstöðum 316.71 kr. en í sýslunum 146.07
kr. á styrkþega.
Samtals hefur þannig verið lagt fram til trygging-
anna rjett um 5 milljónir króna árið 1939. — Hinir
trygðu hafa greitt stærstan hluta, eða 46%, sveitafje-
lögin 27%, ríkissjóður 16% og atvinnurekendur 11%.
Enginn skyldi ætla, að með lögfestingu alþýðutrygg-
ingalaganna, 1936, hafi verið stigið lokaspor og trygg-
ingunum komið í endanlegt horf. — Sjón er þar sögu
ríkari. — Lögunum var breytt og þau endurskoðuð
þegar á næstu árum. En mikið vantar samt ennþá á,
að þessum málum sje svo haganlega og rjettlátlega
skipað sem æskilegt væri. — Reynslan, sem fæst við
framkvæmd laganna, sýnir hvar umbóta er mest þörf
og á hvern hátt bestum árangri verður náð. — Þeir,
sem annast framkvæmd laganna, komast að raun um
á hverjum sviðum helst er ástæða til að óttast, að reynt