Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 134
132
Hlin
íhlutunarsemi er kannske enn varhugaverðari en
engin.*
Töluverður vandi er að ákveða flokkun bókanna í
söfnunum. Hún þarf að vera einföld, skýr og sýna
hverskonar bækur söfnin eiga.
Skýrslur frá sýslu- og amtsbókasöfnum eru ekki fyr-
ir hendi, verður ekkert um það sagt, hve mikið þau
eru notuð, eða að hve miklu gagni þau koma fjarlægum
sveitum, eða hvernig hagur þeirra stendur. — En
stjórnir þeirra ættu að senda hingað skýrslur um hag
og starf safnanna.
í fjárlögum 1941 er áætlað til ónafngreindra sýslu-
bókasafna utan kaupstaða 5000 kr. en til nafngreindra
4100 kr., er það hjer um bil jafnhá upphæð og styrkir
þeir, sem veittir voru úr Lestrarfjelagasjóði til 150
safna í 135 hreppum 1939, og urðu þau að senda hing-
* Jeg kyntist talsvert bókasöfnuni almennings í Noregi, þau ár,
sem jeg davldi þar, var þar komið gott skipulag á starfið. —
Bókalistar voru gefnir út árlega, þar sem teknar voru upp þær
bækur, sem þóttu sjerstaklega hæfar í bókasöfn fyrir almenn-
ing. Merkt var við þær bækur, sem álitust hentugastar fyrir
börn. — Það er ólíkt þægilegra fyrir bókasöfnin að velja eftir
svona úrvali, en eiga að kaupa eftir auglýsingum og áróðri,
það eru ekki æfinlega heppilegustu bækurnar, sem maður fær
með því móti. — Sumir safnafræðingar eru þeirrar skoðunar,
að þær bækur einar eigi að fá styrk, sem sjeu taldar upp i
þessum skrám.
Bókband höfðu Norðmenn eins um land alt, sterkt, þokkalegt
band sem hægt var að hreinsa vel.
Jeg veit ekki svo fá dæmi til þess hjer á landi, að bæði kon-
ur og karlar taka bókasafnsbækur til viðgerðar við ódýru
verði, það eru bókavinir, sem starfa að þessu sem heimilisiðn-
aði. — Það er ekki síður þörf á viðgerðum en nýbandi. —
Það er póstur fyrir sig, hve erfiðlega gengur að kenna fslend-
ingum að fara vel með bækurnar, einkennilegt er það þar sem
almenningi þykir þó vænt um bæktir og sækir i þær
ánægju, fróðleik og dægrastyttingu. H. B.