Valsblaðið - 01.05.2003, Side 72

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 72
Ungir Valsanan Stuðningur mm mikilvægun bæði i nami og ijjrotium Gústal Gnstafsson er leikmaður 10. og 11. flokks í kðrfubolta Gústaf er fjórtán ára gamall og hefur æft körfubolta með Val í fimm ár. Hann valdi Vals aðallega af þeirri ástæðu að hann býr í Valshverfínu og einnig að pabbi hans lék með Val á sínum yngri árum. - Hvaða hvatningu og stuðning hef- ur þú fengið frá foreldrum þínum í sambandi við körfubottann? „Eg hef fengið ágætan stuðning mest samt frá pabba út af því að hann var sjálfur í íþróttum. Mér finnst stuðningur foreldra ntikilvægur hvort sem það er í námi eða íþróttum." - Hvernig gengur ykkur í vetur? „Okkur gengur bara vel við erum í A-riðli í 10. og 11. flokki. f fyrra fórum við í 11. flokki til Sví- þjóðar á mót og lentum í 2. sæti í okkar riðli. Hópurinn sem ég æfí með er fínn.“ -Skemmtileg atvik. „Þegar við unnum þrjá leiki í röð á mótinu í Svíþjóð, það var gaman. Og þegar ég, Leifur og Stebbi í 11. flokki festumst í lyftu á dönsku hóteli eftir mótið í Svíþjóð." - Fyrirmynd í boltanum. „Já Shaq sem spilar með Los Angeles Lakers." - Hvað þarf til að ná langt í körfu- bolta? „Það þarf metnað og vilja. Ég þarf að bæta sitt lítið af hverju en samt aðallega fráköstin." - Af hverju körfubolti? „Körfubolti er fjölbreytt og skemmti- leg íþrótt, ég hef reyndar bara æft körfu- bolta.“ - Helstu markmið. „Að verða atvinnumaður í körfubolta og ganga vel í lífinu.“ - Hver stofnaði Val og hvenær? „Friðrik Friðriksson stofnaði Val 11. maí 1911.“ Munið! Flugeldasölu Vals um áramótin www.valur.is Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.