Valsblaðið - 01.05.2003, Side 74

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 74
+ Hreinn Snævar Hjartarson fæddur 20. nóvember 1935 - dáinn 3. janúar 2003 í byrjun árs lést góður vinur og Valsmað- ur Hreinn S. Hjartarson eftir stutt en erf- ið veikindi. Við Hreinn hittumst fyrst ungir drengir hjá Knattspyrnufélaginu Val við æfíngar á Egilsgötuvellinum. Þjálfari var Jón Þórarinsson, mikill áhugamaður og góður Valsmaður. Völl- urinn var lagður rauðamöl, og fengu rnargir slæm sár við byltur á vellinum, en gleymdu þeim fíjótt í ákafa leiksins. Síð- ar hófust æfingar á Hlíðarenda og voru aðstæður þar til sóma. Hreinn var fljótt mjög góður knatt- spyrnumaður, sterkur og fljótur. Ég var seinni í svifum og það var helst í draum- um sem ég bar af öðrurn leikmönnum. Við Hreinn fórum með 2. fíokki til Þýskalands 1954 og var sú ferð mjög ánægjuleg og minnisstæð. Hreinn hætti knattspyrnu alltof fljótt, en þjálfaði ung- menni hjá félaginu um tíma, enda sannur Valsmaður. Við Hreinn fórum seinni ár á flesta Valsleiki meistaraflokks og glödd- umst innilega yfir sigrum en töpum tók- um við illa, kenndum oft um óheppni eða slæmri dómgæslu. Hreinn starfaði lengst af við logsuðu og járnsmíðar og vann oft langan vinnudag. Hann giftist Önnu K. Hafsteinsdóttir og eru börn þeirra Ama, Snævar og Vil- hjálmur Thomas stjúpsonur. Snævar lék knattspyrnu með Val og náði góðum ár- angri. Anna lést 1996 eftir erfið veikindi, og varð mikill harmdauði þeim sem henni kynntust. Síðar kynntist Hreinn Sólbjörtu Kristjánsdóttur, Sólu, og varð þeim báðurn ntikið gæfuspor. Sóla reyndist Hreini frábærilega vel í veikindunt hans. Árið 1987 hóf Hreinn störf hjá mér í Gúmmíbátaþjónustunni í Reykjavík. Reyndist hann góður starfs- maður. Hans létta lund smitaði frá sér og leið öllum vel í návist hans. Fallin er frá góður drengur. Nú á kveðjustund þakka ég H'reini fyrir góð störf og vináttu og sendi Sólu. börnum hans og öðrum aðstandendum hlýjar samúðarkveðjur. Asgeir Þ. Oskarsson Þýskalandsfarar Vals í knattspyrnu 1954. Hreinn Sncevar erfjórði í efri röðfrá vinstri. 74 Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.