Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 34

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 34
34 gÓðUR kennAR I : og efla samskiptahæfni þeirra með fjölbreyttum kennsluaðferðum (m.a. umræðum) fannst þeim almennt góður andi hafa skapast í bekkjarstarfinu (sjá nánar í Sigrún aðalbjarnardóttir, 2007, bls. 143−250 og 429−441). Þeim fannst þeir kynnast hverjum nemanda betur og meiri samheldni og samkennd hafa myndast í hópnum, sem skipti máli fyrir líðan nemenda og það hvernig starfið gekk. almennt fannst þeim nemend- urnir hafa orðið opnari, einlægari og vinsamlegri hver í annars garð. auk þess hefðu nemendur í ríkari mæli sjálfir leitast við að leysa ágreiningsmál á farsælan og ábyrgan hátt með því að setja sig hver í annars spor. Með öðrum orðum fannst þeim nem- endur þroskast félagslega. Utanaðkomandi mat studdi mat kennaranna sem stöðugt ígrunduðu kennslu sína í þessu verkefni; nemendur þeirra tóku meiri framförum í samskiptahæfni en nemendur kennara sem ekki tóku þátt í verkefninu. almennt settu þeir sig oftar í spor aðila í ágreinings- og álitamálum, bæði í hugsun og í daglegum samskiptum við bekkjarfélaga; þeir ræddu oftar málin í stað þess að rífast, skýrðu út í stað þess að skipa fyrir. af framangreindum niðurstöðum rannsókna má sjá hvernig upplifun nemenda á kennurum sínum, bekkjarbragur sem kennarinn skapar og skólamenning getur tengst líðan nemenda, námi þeirra og samskiptahæfni. Flestir munu vera sammála um að góð samskipti nemenda og kennara séu ein meginforsenda farsæls og árangursríks skólastarfs. Mikilvægt er því að huga að samskiptum þeirra og draga meðal annars fram skoðanir bæði kennara og nemenda á því hvað einkenni góð samskipti. í fyrrnefndu rannsóknar- og skólaþróunarverkefni, „Hlúð að félags- og tilfinninga- þroska nemenda“, var leitað eftir því hjá grunnskólakennurum hvað þeim fyndist einkenna æskileg samskipti nemenda og kennara og hvaða viðhorf þeir vildu að nem- endur og kennarar hefðu hver til annars (Sigrún aðalbjarnardóttir, 2007, bls. 60−72). í hnotskurn lögðu kennararnir áherslu á gagnkvæma virðingu og traust í samskiptum sínum við nemendur, jafnt sem væntumþykju, og að hlúð væri að öryggiskennd. Um mikilvægi trausts kom skýrast fram hjá kennurunum að nemendur gætu óþvingað leitað til kennara síns með sín mál og það sem þeim lægi á hjarta. Um virðinguna skipti mestu að kennarinn virti hvert barn á þess eigin forsendum – persónulega eiginleika þess, skapgerð, hæfni og aðstæður, og væri skilningsríkur. Hvað varðar væntumþykju kom einna skýrast fram mikilvægi þess að nemendur finni að kenn- aranum þyki vænt um þá og hve hlýja og góð gagnkvæm tilfinningatengsl á milli nemenda og kennara eru áríðandi fyrir vellíðan allra í skólastarfinu. Kennurum var jafnframt umhugað um að veita nemendum öryggiskennd; að nemandinn finni að hann geti treyst kennara sínum, að kennarinn taki hann eins og hann er, sé til stað- ar fyrir hann og sé réttsýnn. Slíkur andblær bekkjarstarfs sem hér var lýst telja þeir að styðji nemendur í námi og félagslega og efli sjálfstraust þeirra og jákvæða sjálfs- mynd. að sama skapi er mikilvægt að leita eftir skoðunum nemenda á því hvað einkenni góðan kennara og hvað slæman. í þessari rannsókn er hlustað á raddir nemenda í því efni. Ýmsir hafa vakið athygli á mikilvægi þess að hlusta á raddir nemenda um skóla- starfið; ekki megi vanmeta það sem þeir hafi fram að færa (Davie og Galloway, 1996; Fullan, 2001; Nieto, 1994; Rudduck og Flutter, 2004). Sem dæmi má nefna menntunar- fræðinginn Jean Rudduck (Rudduck og Flutter, 2004) sem stóð um árabil að rannsókn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.