Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 43

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 43
43 ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR það væri ókostur í fari kennara ef hann væri ósanngjarn og léti alla líða fyrir einn, að hann legði of mikla heimavinnu fyrir nemendur og útskýrði námsefnið illa. Um þetta skrifuðu nemendur: Að fá punkt fyrir smá mas og þrjá í viðbót fyrir að segja sína skoðun og mótmæla er fáránlegt. Þegar þeir öskra yfir allan bekkinn út af einum (…) nemanda! annar segir: Sá sem setur fyrir allt of mikla heimavinnu. Og sá þriðji: Ef hann útskýrir bara uppi á töflu og fer geðveikt hratt yfir allar reglur og svona. Nokkur hluti nemenda (11%) nefndi að það sviði undan móðgunum og niðurlægingu kennarans eins og sjá má á orðum þessa nemanda: Þoli ekki þegar kennari niðurlægir mann þegar maður spyr að einhverju asnalegu. annar nefndi: Það fer líka óstjórnlega í mig þegar þeir fara að gagnrýna nemendur sína og niðurlægja þá. Það er bara sorglegt. Líkt og með helstu kosti kennarans má flokka hugmyndir nemenda um ókosti hans í persónulega þætti (dæmi: leiðinlegur, ósanngjarn), viðmót (dæmi: reiður og pirraður, öskrar á nemendur, mismunar nemendum, skammar, móðgar eða niðurlægir nem- endur) og kennslufræðilega þætti (dæmi: of strangur, hefur of mikla heimavinnu, út- skýrir illa). Aldurs- og skólamunur Fram kom nokkur munur eftir aldri á skoðunum nemenda á ókostum kennara. Ekki skipti máli hvort í hlut áttu stúlkur eða drengir. Rúmlega helmingi fleiri yngri nem- endur (23%) en eldri (12%) nefndu óþægindi þegar kennarinn öskraði á þá, χ2 (1, n =161) = 3,49, p<0,05. Einn tíu ára nemandi skrifaði: Mér finnst verst þegar hún skammar okkur og öskrar, þá fær maður hausverk. Fjórtán ára nemandi sagði: Kennari sem fær köst og öskrar í stað þess að tala um málið með rólegum hætti. Hlutfallslega fleiri eldri nemendur (23%) en yngri (5%) lögðu áherslu á að kenn- arinn mismunaði ekki nemendum og gerði ekki upp á milli þeirra, χ2 (1, n =161) = 10,14, p<0,001. Einn tíu ára nemandi sagði að sér fyndist ekki gott … þegar þeir eru ekki jákvæðir gagnvart þeim sem eru undir meðallagi. Og fjórtán ára nemandi skrifaði: Og þeir sem dæma suma nemendur strax og þá er bara fast í hausnum á þeim að þeir nemendur eru leiðinlegir og svo eiga þeir aðra uppáhaldsnemendur. Sömuleiðis minntust hlutfalls- lega fleiri eldri nemendur (20%) en þeir yngri (3%) á mikilvægi þess að kennarinn útskýrði námsefnið vel, χ2 (1, n =161) = 11,25, p<0,001. Þeir vildu að kennarinn ræddi um námsefnið og útskýrði betur ef þörf væri á. Eldri nemandi skrifaði: … og útskýri allt námsefni vel og ef maður skilur ekki strax, ekki reiðast og segja að maður hafi ekki verið að hlusta. Ekki kom fram afgerandi munur á viðhorfum nemenda í skólunum tveimur til þess hvað þeim félli síst hjá kennara. Fleiri nemendur í nýja skólanum en í rótgróna skól- anum nefndu þó að þeim líkaði illa þegar kennari móðgaði og niðurlægði nemendur (18% á móti 4%), χ2 (1, n =161) = 8,15, p<0,05. Góður kennari – Spurningakönnun Niðurstöður úr spurningakönnuninni sem lögð var fyrir 9. bekkina (fjórtán ára) benda til að nemendurnir séu sammála um nokkur mikilvæg atriði sem þeir telja einkenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.