Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 49

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 49
49 ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR munur á stúlkunum í skólunum tveimur kom ekki fram. Nemendur nýja skólans virð- ast aftur á móti hlynntari því að góður kennari hvetji til hópavinnu og á það einkum við um stúlkurnar. Hér koma því fram vísbendingar um að nemendur upplifi ein- stakar áherslur í skólum sínum á mismunandi hátt. athyglisvert er hve nemendur rótgróna skólans vísa hlutfallslega oftar til kennslufræðiþátta í fari góðs kennara en nemendur nýja skólans. Nú er ekki vitað hvort áherslumunur er á kennsluaðferðum í þessum tveimur skólum, t.d. hvort strangari reglur séu í rótgróna skólanum og nemendur ánægðir með það eða hvort piltarnir þar séu að kalla eftir fjölbreyttari kennsluaðferðum. Sömuleiðis er ekki ljóst hvort stúlkur í nýja skólanum eru að lýsa yfir ánægju með hópavinnu eða kalla eftir henni. Engu að síður vekja ofangreindar vísbendingar um mun á viðhorfum nemenda eftir skóla upp vangaveltur eins og þær hvort gildi, áherslur og hefðir, sem ríkja innan skólanna (skólamenningin), geti haft mótandi áhrif á viðhorf og hugmyndir nemenda um nám og samskipti. Geta t.d. viðhorf nemenda til kennsluhátta endur- speglað það sem fyrir þeim er haft í hvorum skóla um sig? Eins og fræðimenn hafa bent á getur skólamenning í hverjum skóla haft mikið að segja um samskiptin þar (t.d. Solomon o. fl., 2001; Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006). Með öðrum orðum, mikilvægt er fyrir skólafólk að íhuga tengsl skólamenningar hvers skóla og hugmynda og viðhorfa nemenda. Slæmur kennari að mati tíu og fjórtán ára nemenda Helstu hugmyndir nemenda um ókosti kennara má flokka á svipaðan hátt og kosti hans, þ.e. í þætti sem snúa annars vegar að persónulegum eiginleikum hans og viðmóti og hins vegar þá sem vísa til kennslufræðilegra atriða. Fjögur til fimm þeirra atriða sem yfir 15% nemenda nefndu sem ókosti hjá kenn- ara vísuðu til persónulegra eiginleika og viðmóts hans: Þeim líkar illa ef kennari er leiðinlegur (18%), reiður og pirraður (25%), öskrar á nemendur (18%) og mismunar nemendum (16%). Rúmlega fjórðungi nemenda (28%) fellur illa við of strangan kenn- ara, sem telja má til kennslufræðilegra þátta þótt einnig megi líta á strangleika sem persónulegan eiginleika. Yngri nemendurnir virðast viðkvæmir gagnvart viðmóti kennarans og fellur verr en þeim eldri að kennarinn öskri á þá og skammi. Viðmót kennarans og framkoma er einnig ofarlega í huga eldri nemendanna sem leggja meiri áherslu en þeir yngri á að kennarinn geri ekki mannamun. athygli vekur að ríflega fjórum sinni fleiri nemendur í nýja skólanum tóku fram að þeim félli illa þegar kennari móðgaði og niðurlægði nemendur. Skýringar á þessum mun gætu verið margar. Ein er sú að einhver kennari eða kennarar í nýja skólanum sýni nemendum ókurteisi. önnur gæti verið að athygli nemendanna hafi verið vakin á því hvernig æskileg framkoma sé og þeir því meðvit- aðir um að slík framkoma sé óviðunandi. Enn önnur skýring á þessu er að hegðun nemenda eða skólabragur í nýja skólanum geti af einhverjum orsökum verið önnur en í þeim rótgróna og valdið usla í skólastofunni. Hér er vert að hafa í huga að rann- sóknin nær aðeins til tveggja skóla og því varhugavert að heimfæra niðurstöðurnar upp á rótgróna og nýja skóla almennt. Þar að auki hafa nemendur, einkum þeir yngri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.