Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 94

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 94
94 bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm af þessari töflu má sjá að tilkoma deildarstjóra hefur skapað skólastjórum aukið svigrúm til að sinna ýmsum mikilvægum málaflokkum. Tæp 70% skólastjóra telja að þeir hafi fengið aukinn tíma til að sinna stefnumótun fyrir skólann, þ.e. vinnu við að marka skólanum sérstöðu í skólanámskrá og öðrum gögnum sem birta áherslur hans. Skólastjórum gefst einnig aukinn tími til að sinna daglegri stjórnun, en 56% skólastjór- anna segjast hafa meiri tíma en áður til að sinna þessum verkþætti. Það vekur athygli að 49% skólastjóranna segjast hafa meiri tíma til að sinna ráðgjöf við starfsfólk en það er í samræmi við þær áherslur sem fram koma í töflu 2 hér að framan þar sem viðfangsefnið starfsfólk hefur færst ofar á forgangslista yfir mikilvæga málaflokka. Hlutfall þeirra svarenda sem telja að aukinn tími hafi skapast til að vinna við gerð endurmenntunaráætlana og til vinnu við skipulag og framkvæmd þróunaráætlana er 47% en þessir þættir beinast að því að styrkja innviði skólastarfsins. Engin marktæk tengsl komu í ljós þegar skoðuð er fylgni þessara svara skólastjór- anna við frumbreytur eins og reynslu skólastjóra í starfi, stærð skóla, kyn skólastjóra, staðsetningu skóla o.fl. Tilkoma deildarstjóra virðist almennt hafa skapað skólastjórum aukinn tíma til að sinna mörgum viðfangsefnum sem þeir telja mikilvæg. Kennarar – hlutdeild þeirra og áhrif á mótun skólastarfs í 14. gr. grunnskólalaga frá 1995 nr. 66 með áorðnum breytingum árið 2006 er undirstrik- að að skólastjóri er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum, veitir faglega forystu og ber ábyrgð á starfsemi hans gagnvart yfirvöldum. Jafnframt segir að skólastjóri boði til kennarafundar eins oft og þurfa þykir en formleg völd og aðild kennara að stjórnkerfi skólans eru ekki tíunduð frekar. Þrátt fyrir litla formlega aðild að yfirstjórn skólans er ljóst að hlutdeild kennara í starfsemi hans er mikil enda sjá kennarar um meginverkefni skólans, þ.e. kennslu og verkefni sem tengjast henni. Hlutverk skólastjóra mótast því talsvert af sýn kennara á aðild sína og áhrif á ákvarðanir í skólastarfinu. Tafla 4 lýsir því hvernig skólastjórar meta þátttöku og áhrif kennara í skólastarf- inu, þ.e. aðild þeirra að ákvörðunum um mikilvæg málefni og áhrif þeirra á stjórnun skólans. Tafla 4 – Þátttaka og áhrif kennara á ákvarðanir að mati skólastjóra. Mat á þátttöku og áhrifum (%) Lítil Nokkur Mikil Þátttaka kennara í ákvörðunum um mikilvæg málefni 1 17 82 Áhrif kennara á stjórnun skólans 2 37 62 Eins og fram kemur í töflu 4 metur yfirgnæfandi meirihluti skólastjóra (82%) það svo að þátttaka kennara sé mikil í ákvörðunum um mikilvæg málefni í skólastarfinu. Ein- ungis 1% þeirra telur að þátttaka kennara sé lítil. Þá telja 62% skólastjóranna að áhrif kennara á stjórnun skólans séu mikil. í töflu 5 er nánar greint frá mati skólastjóra á því hve mikla áherslu kennarar leggi á að fá að taka þátt í ákvörðum um einstaka þætti í skólastarfinu og áhrifum kennara á ákvarðanir um sömu atriði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.