Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 94
94
bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm
af þessari töflu má sjá að tilkoma deildarstjóra hefur skapað skólastjórum aukið
svigrúm til að sinna ýmsum mikilvægum málaflokkum. Tæp 70% skólastjóra telja að
þeir hafi fengið aukinn tíma til að sinna stefnumótun fyrir skólann, þ.e. vinnu við að
marka skólanum sérstöðu í skólanámskrá og öðrum gögnum sem birta áherslur hans.
Skólastjórum gefst einnig aukinn tími til að sinna daglegri stjórnun, en 56% skólastjór-
anna segjast hafa meiri tíma en áður til að sinna þessum verkþætti.
Það vekur athygli að 49% skólastjóranna segjast hafa meiri tíma til að sinna ráðgjöf
við starfsfólk en það er í samræmi við þær áherslur sem fram koma í töflu 2 hér að
framan þar sem viðfangsefnið starfsfólk hefur færst ofar á forgangslista yfir mikilvæga
málaflokka. Hlutfall þeirra svarenda sem telja að aukinn tími hafi skapast til að vinna
við gerð endurmenntunaráætlana og til vinnu við skipulag og framkvæmd þróunaráætlana
er 47% en þessir þættir beinast að því að styrkja innviði skólastarfsins.
Engin marktæk tengsl komu í ljós þegar skoðuð er fylgni þessara svara skólastjór-
anna við frumbreytur eins og reynslu skólastjóra í starfi, stærð skóla, kyn skólastjóra,
staðsetningu skóla o.fl.
Tilkoma deildarstjóra virðist almennt hafa skapað skólastjórum aukinn tíma til að
sinna mörgum viðfangsefnum sem þeir telja mikilvæg.
Kennarar – hlutdeild þeirra og áhrif á mótun skólastarfs
í 14. gr. grunnskólalaga frá 1995 nr. 66 með áorðnum breytingum árið 2006 er undirstrik-
að að skólastjóri er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum, veitir faglega forystu og
ber ábyrgð á starfsemi hans gagnvart yfirvöldum. Jafnframt segir að skólastjóri boði til
kennarafundar eins oft og þurfa þykir en formleg völd og aðild kennara að stjórnkerfi
skólans eru ekki tíunduð frekar. Þrátt fyrir litla formlega aðild að yfirstjórn skólans er
ljóst að hlutdeild kennara í starfsemi hans er mikil enda sjá kennarar um meginverkefni
skólans, þ.e. kennslu og verkefni sem tengjast henni. Hlutverk skólastjóra mótast því
talsvert af sýn kennara á aðild sína og áhrif á ákvarðanir í skólastarfinu.
Tafla 4 lýsir því hvernig skólastjórar meta þátttöku og áhrif kennara í skólastarf-
inu, þ.e. aðild þeirra að ákvörðunum um mikilvæg málefni og áhrif þeirra á stjórnun
skólans.
Tafla 4 – Þátttaka og áhrif kennara á ákvarðanir að mati skólastjóra.
Mat á þátttöku og áhrifum (%)
Lítil Nokkur Mikil
Þátttaka kennara í ákvörðunum um mikilvæg málefni 1 17 82
Áhrif kennara á stjórnun skólans 2 37 62
Eins og fram kemur í töflu 4 metur yfirgnæfandi meirihluti skólastjóra (82%) það svo
að þátttaka kennara sé mikil í ákvörðunum um mikilvæg málefni í skólastarfinu. Ein-
ungis 1% þeirra telur að þátttaka kennara sé lítil. Þá telja 62% skólastjóranna að áhrif
kennara á stjórnun skólans séu mikil. í töflu 5 er nánar greint frá mati skólastjóra á því
hve mikla áherslu kennarar leggi á að fá að taka þátt í ákvörðum um einstaka þætti í
skólastarfinu og áhrifum kennara á ákvarðanir um sömu atriði.