Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 8
2
BÚNAÐARRIT
inn af Búnaðarþingi, en Páll Pálmason stjórnarráðs-
fulltrúi tilnefndur af atvinnu- og samgöngumálaráðu-
neytinu.
Starfsmenn og starfsgreinar.
Hér á eflir veróa taidir starfsmenn félagsins, sem
starfað hafa á vegum þess að öllu eða nokkru leyti
þessi tvö undanfarin ár eða í svo nánum tengslum við
félagið, að starfsskýrslur þeirra eru birtar hér.
1. Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri,
hefur verið aðalframkvæmdastjóri félagsins.
2. Gunnar Arnason, húfræðikandídat, hefur verið
gjaldkeri félagsins þessi ár. Jafnframt því starfi
vann Gunnar fyrra árið með Pálma Einarssyni
að teikningum og fleiri störfum varðandi jarð-
ræktarframkvæmdir, svo og venjulegum skrif-
stofustörfum. Síðara árið hefur Gunna:' verið að
mestu á aðalslcrifstofu félagsins.
3. Pálmi Einarsson er aðal jarðræktarráðunautur fé-
lagsins. Hann undirhýr og hefur eftirlit með
stærri jarðræktaríramkvæmdum.
4. Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkjafræðingur, starfar
að undirbúningi ýinissa ræktunarframkvæmda,
sérstaklega þeirra, sem eru á vegum ríkisins, og
hefur eftirlit með framkvæmd þeirra. Hann hefur
haft bústað í Vík í Mýrdal þessi ár.
5. Björn Bjarnarson, búfræðikandídat, réðist til
félagsins á miðju ári 1046. Hann starfar að mæl-
ingum fyrir jarðræktarframkvæmdum sem að-
stoðarmaður Pálma Einarssonar.
6. Klemenz Kr. Kristjánsson, tilraunastjóri, veitir
tilraunastöðinni á Sámsstöðum forstöðu. Til-
raunastöðin er nú leigð ríkinu, en það hefur falið
tilraunaráði jarðræktar rekstur hennar, og heyrir
stöðin því ekki lengur beint undir félagið. Starfs-