Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 69
BÚNAÐARRIT
63
Bæði árin hefur verið varið allmiklu til aukinna
vélakaupa, þvi vegna skorts á verkafólki var ekki
annað hægt. Þessar vélar liafa verið keyptar:
Farmall A. með öllum áhöldum. Sjálfbindisláttuvél
fyrir korn og fræ (sú fyrsta, sem til landsins hefur
verið flutt). Upptökuvél amerislc með keðjureim, sem
hristir moldina frá kartöflunum og skilar þeim í mjó-
an flekk fyrir aftan vélina eða í körfu, ef slílcur út-
búnaður væri hafður. Reynist þessi vél ágætlega á
sandjörð og sandkenndri moldarjörð, sem er myldin
og laus við steina eða grasrótarköggla. Þessi vél er
alls ekki nothæf á land, sem er seigt eða mjög gras-
rótarbundið, eins og þar sem kartöflur eru ræktaðar
í nvunnu grasmóalandi. Þá hefur verið kevptur fjór-
hjólaður vagn amerískur með kúlulegum. Er þessi
vagn allur úr járni, er sérstaklega léttur í drætti og
nothæfur hæði fyrir hesta og Farmall dráttarvél.
Auk þessa hafa verið keyptar mjaltavélar (Alfa
Laval) og snúningsvél fyrir liest, og svo ýmis smærri
áhöld. Til vélakaupa hefur samtals verið varið um
24000 kr. A árinu 1945 var lceyp 2.5 tonna flutninga-
bifreið af setuliðsviðskiptum, er kostaði 21 þús. kr.
Bifreið þessi reyndist illa, og var seld seinni hluta árs
1945. Tap á bifreiðinni varð um 10 þús. kr.
Kúabúið hefur litlum breytingum tekið ]>essi 2 ár.
Kýrnar eru að verða eðlisbetri vegna kynbóta og
mjólka meira meðfram af betri sumarbeit. Af þeim 28
ha. túns, sem nú er komið i rækt, hafa 6 ha. verið
eingöngu notaðir til beitar, auk óræktaðs heitilands
og svo háarbeitar.
Á búinu eru nú 19 kýr, 2 kelfdar kvígur, 4 vetrung-
ar og 1 þarfanaut af góðu kyni. Hrossaeign búsins
hefur minnkað. Var fargað 8 hrossum á yfirstandandi
ári. Eru nú á búinu 12 hestar, 4—17 vetra, og tvær
hryssur.
Að framræslu hefur lítið verið unnið þessi 2 ár,