Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 63
BÚNAÐARRIT
57
ast alhirt síðast í mán. Byrjað að taka upp kartöflur
um 10. sept. og að því unnið fram yfir mánaðamót,
og erfitt viðfangs vegna votviðra.
Mygla var allmikil á kartöflum og stöngulveiki nokk-
ur. Bygg varð fullþroslta 10. sept. og hafrar 25. s. m.
Hafrar og bygg náðu góðum þroska, en nýttist illa
vegna vætu og ásóknar fugla. 18. sept. gerði afspyrnu-
rok á austan, sem feykti grasfræi, og lieyfok varð
töluvert.
Haustið (október—nóvember).
Október votviðrasamur eins og sumarið. Vægt frost
kom 9. og 10., en jöfn hlvindi úr því. Geysiregn fvrstu
4 daga mán., þurrara svo í nokkra daga, fram að 13.,
en svo rigning það sem eftir var mánaðarins. Jörð
græn og góð til beitar og veðráttan hlý. Víða var kúm
beilt fram að veturnóttum. Ivorn náðist allt inn í mán-
uðinum sæmilega þurrt.
Nóvember. Hin sama hlýviðristíð, en votviðrasamt.
Jörð þýð, græn og góð til beitar, svo bæði snuðfé og
hross höfðu hin beztu kjör. Sjaldan hörð veður, oft-
ast hægviðri, kúm var á stöku bæjum beitt fram undir
miðjan nóvember, og er slíkt einsdæmi. 25. nóv. kóln-
aði í veðri, og féll þá fyrsti snjórinn. Lömb tekin á
gjöf um það leyti.
Desember. Svipar til haustsins, en mun kaldara. 2.
des. snjóaði nokkuð með dálitlu frosti, varð svo til
10. des. Hlýnar næstu 5 daga, en frá 16.—23. var úr-
komulítið og kaldara.
Fremur hlýtt í veðri frá 23.—31. des. Árið endaði
með austanroki án teljandi úrkomu.
Árið 1945 má teljast með verri árum fyrir landbún-
aðinn á Suðurlandi. Veturinn var allharður í hyrjun,
vorið óvenjulega þurrt, svo að öllum gróðri fór seint
fram. Sumarið og haustið óvenjulega óþurrkasamt,
er tálmaði mjög allri uppskeruvinnu, en af þvi leiddi
hrakin og úr sér sprottin liey. Garðávextir voru tæp-