Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 143
BÚNAÐARRIT
137
nauts sambands nautgriparæktarfélaganna, mun sjást
greinilegur og góður árangur á kúasofninum eyfirzka
á næsta áratugnum.
Þegar hefur sæðingastöðin orðið til þess, að nú er
ekkert naut á Akureyri, og verða allar kýr þar sæddar
frá stöðinni. í Hrafnagilshreppi, öngulsstaðahreppi,
Glæsibæjarhreppi og Arnarneshreppi hefur nautum
verið fækkað, en þó ekki eins og' menn gera sér vonir
um að geta gert síðar, þegar frekari reynsla fæst um
hvernig gengur að flyja sæðið að vetrinum i misjöfnu
veðri og færð.
Nautauppeldisstöð. Samband nautgriparæktarfélag-
anna í Árnessýslu, sem kallar sig Flóasambandið, hef-
ur á árinu 1946 ráðið sér fastan starfsmann, Hjalta
Gestson búfræðikandídat frá Hæli í Gnúpverjahreppi,
sem sérstaklega hefur lagt stund á búfjárfræði. Mjólk
úr kúm félagsmanna er nú fitumæld í Flóabúinu.
Kaupfélag Árnesinga, en í því eru margir sömu menn-
irnir og Flóasambandinu, rekur stórt kúabú á eignar-
jörð sinni, Laugardælum, og hefur Hjalti nú komið
því til leiðar, að milli stjórnar Kaupfélags Árnesinga
og stjórnar Flóasambandsins hefur tekizt samstarf um
að koma upp nautauppeldisstöð í Laugardælum. Hjalti
hefur í vetur fengið þangað nokkra bezt ættuðu naut-
kálfana úr héraðinu, og verða þeir aldir þar og síðan
seldar þaðan til félaga, sem vantar undaneldisnaut.
Má vera, að hér sé að rísa upp forgengir að sæð-
ingarstöð, líkt og var í Eyjafirðinum, en hvort sem svo
náin og góð samvinna tekst hér eins og þar eða ekki,
þá er víst, að það, sem þegar er hér gert, mun bæta
kyngæði nautanna á Suðurlandi á næstu árum og
væntanlega hækka fitumagn mjólkurinnar hjá kúm,
sem undan þeim verða aldar, því að með tilliti til fitu-
magns mjólkur formæðra og mæðra nautlcálfanna,
sem komnir eru að Laugardælum, hafa þeir allir verið
valdir.