Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 179
BÚNAi) ARRIT
173
hverju starfi, sem á sveitalieimili þarf að vinna,
þar með taldar mjaltir. Fyrir stúlkur sé kaup-
gjaldið % lægra og til þeirra gerðar tilsvarandi
kröfur um verkhæfni.
3. Áskilið sé, að hver maður hafi.með sér heilbrigð-
isvottorð, svo og vottorð viðeigandi yfirvalds um,
að hann sé frjáls ferða sinna og standi ekki í
neinum óbættum sökum heima fyrir, er vandræð-
um geti valdið meðan hann dvelur hér.
4. Gert sé ráð fyrir, að ráðningartíminn sé minnst
4 mánuðir.
5. Hlutaðeigandi kosti sjálfur ferðir sínar milli landa
og aðra leiðina innanlands hér.
Skilyrði þessi setti ráðningastofan í samráði við
Búnaðarfélagið.
Nokkrum umsóknum var kastað úr, af því að ráða
þótti mega af upplýsingum, að hlutaðeigendur væru
ekki fallnir til sveitastarfa hér á landi, eða óskir þeirra
væru of einskorðaðar, og var þeim svarað í samræmi
við það. Bréfin voru send út um mánaðamótin apríl
—maí.
Á þessum tima var aðeins eitt skip -— Dronning
Alexandrine — í siglingum milli íslands og Danmerk-
ur, og allt farþegarými þess fyrirfram pantað og lofað
langt fram á sumar. Var þvi af þessum ástæðum erfitt
fyrir verkafólkið að komast hingað. Auk þess hafði
margt af því beðið svars svo mánuðum skipti og að-
alráðningatími fyrri hluta árs um garð genginn í
heimalandi þess, þegar það fékk ákveðin svör héðan.
Má því búast við, að þá hafi margt af því verið búið
að ráða sig í vinnu, enda næg eftirspurn el'tir verka-
fólki heima fyrir hjá því. Niðurstaðan varð því sú, að
mjög fátt af þessu fólki kom til ráðningastofunnar
— og alls enginn á vegum Dansk-Islandsk Samfund
— og fyrir utan fáeina Norðurlandabúa, sem öðruvísi
bar að um, og taldir eru á töflunum hér að framan,