Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 93
BÚNAÐARRIT
87
tækifæri, þar sem boðið er að halda hrútasýningar í
hverri sveit á landinu einu sinni á hverjum fjórum
árum. Þar geta bændur fengið alla hrúta sína dæmda,
fengið leiðheiningar um kosti þeirra og galla, séð lirúta
sveitunga sinna og með þvi móti athugað sjálfir,
hvernig þeirra eigin hrútar eru samanborið við hrúta
annarra.
Verðlaunin, sem greidd eru á hrútasýningum, skipta
engu máli fyrir bændur, ekki sízt nú, þar sem ekki
er heimild lil jæss að greiða þau með vísitöluhækk-
un. Þess vegna er skiljanlegt, að bændur sæki ekki
sýningar vegna þeirra fáu króna, sem veittar eru í
verðlaun. En ef einhverjir bændur eru svo miklar aura-
sálir að telja sig ekki eiga erindi á hrútasýningu, nema
fá svo há verðlaun greidd að þeir fái dagsverkið borg-
að þannig, j)á eiga þeir lílið erindi á hrútasýningu fyrr
en þeir hafa breytt um skoðun og lært að skil ja, hvers
vegna hrútasýningar eru haldnar.
Tilgangurinn með sýningunum er ekki að dreifa
aurum á milli manna, heldur sá að auka áhuga fyrir
fjárrækt og fjárvali og einkum að leiðbeina bændum
um, hvernig réttast sé að velja fé og eftir hvaða eigin-
leikum mest þörf er á að sækjast. Enginn má taka orð
min svo, að enginn bóndi kunni að velja sér hrút eða
að dæma fé. Sem betur fer eru þeir margir snjallir að
dæma fé og stundum engir eftirbátar ráðunauta eða
dómnefndarmanna i þvi efni, en þeir eru líka margir,
sem ekki kunna að velja kynbótahrúta eða annað á-
setningsfé rélt, og margir bændur gera sér ekki nægi-
lega ljóst, eftir hvaða eiginleilium mest nauðsyn er
að sækjast og hvaða eiginleika ber að forðast.
Hver bóndi á að geta lært að dæma kindur, en það
er samt nokkur vandi. Mikla æfingu i þvi getur liver
bóndi fengið á hrútasýningunum.
Mestur áhugi fyrir hrútasýningum á undanförnum
árum hefur verið í eftirtöldum sýslum og sýsluhlut-