Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 151
BÚNAÐARRIT
145
um störfum fyrir Búnaðarfélag íslands, eftir því sem
tök leyfðu og greint er í eftirfarandi.
Árið 1946.
í. Freijr.
Sem á er minnzt, sameinuðust Búnaðarfélag íslands
og Stéttarsamband bænda um útgáfu Freys um ára-
mótin 1945—46. Tók ég þá að mér ritstjórn blaðsins,
en útgáfunefnd skyldi vera með í ráðum um fyrir-
komulagsatriði, fjárhagsafstöðu og annað, sem viðeig-
andi þætti að ræða um varðandi útgáfuna. Ritstjórinn
hefur kallað útgáfustjórn á fund þrisvar á árinu og
auk þess ráðgazt við einstaka stjórnarnefndarmenn
um atriði af ýmsu tagi án þess að kalla saman fund.
í upphafi var svo ráð fyrir gert, að blaðið kæmi út
tvisvar í mánuði, en engin prentsmiðja vildi taka að
sér prentun með þeiin skilmálum, og hefur sú raun
á orðið, að Freyr hefur komið út 13 sinnum á árinu.
Að lesmáli hefur hann þó orðið svo sem áætlað var,
en blaðið skiptist þannig:
388 blaðsíður lesmál ásamt myndum.
87 — auglýsingar.
13 — forsiðumyndir.
4 — efnisyfirlit ásamt titilblaði,
eða 492 blaðsíður samtals.
Á árinu hafa 47 menn ritað í blaðið auk ritstjórans
og nokkurra fréttaritara, sem sent hafa fréttir til birt-
ingar í annál.
Auk ritstjórnarstarfa bef ég haft á hendi ýmis störf
í sambandi við afgreiðslu og innheimtu blaðsins og að-
stoðað við útsendingu ]>ess.
2. Húsbijgginganefnd.
Seint á árinu 1945 skipaði Búnaðarfélag íslands
nefnd, er gera skyldi ahuganir og ákvarðanir varðandi
10