Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 42
36
BÚNAÐARRIT
maður nefndarinnar, Davíð Ólafsson, fiskimála-
stjóri, Jiilíus Sigurjónsson, prófessor. Ég er fjórði
nefndarmaður. Þórhallur Ásgeirsson, fulltrúi í ut-
anríkisráðuneytinu er ritari nefndarinnar. Nefnd-
in liefur haldið nokkra fundi. Davíð Ólafsson
mætti á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í september
i haust.
9. Formaður nýbýlastjórnar ríkisins hef ég verið
þessi tvö ár eins og áður. Jón Pálmason alþingis-
maður, og Helgi Hannesson, kennari, hafa átt sæti
í nýbýlastjórninni með mér. Nú um þessi áramót
verður mikil breyting á þessu starfi samkvæmt
lögum um laridnám, nýbyggðir og endurbygg-
ingar í sveitum.
10. Alýinc/ismaðiir fyrir Skagafjarðarkjördæmi var
ég kosinn vorið 1946 og hef gegnt þvi starfi síðan.
11. Loks skal þess getið, að ég hef verið ráðuneytinu
til aðstoðar í ýmsum fleiri málum, en hér hafa
verið nefnd, eftir því sem um hefur verið beðið.
Lokaorð.
Hér að framan hef ég getið helztu starfa stjórnar
Búnaðarfélags íslands þetta síðasta tveggja ára tíma-
bil. Jafnframt hef ég skýrt frá þeim störfum, sem ég
hef haft með höndum fyrir stjórn félagsins. Ýmsu hef-
ur að sjálfsögðu verið sleppt, því sem smærra er og
heyrir til venjulegri daglegri afgreiðslu.
Um leið og ég lýk þessari skýrslu, vil ég færa öllum
samstarfsmönnum mínuni við Búnaðarfélag íslands
beztu þakkir. Vil ég þar fyrst nefna stjórn félagsins,
sem eins og áður hefur verið umburðarlynd í minn
garð og samvinnuþýð i hvívetna. Þá er mér og Ijúft
að þakka ráðunautum félagsins ágæta samvinnu og
hlýleik í minn garð. Loks vil ég þakka þeim starfs-
mönnum gott og ötult starf, sem daglega vinna með