Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 10
4
13 Ú N A Ð A R R I T
hald, en sérstakar fjárveitingar eru veittar úr rík-
issjóði til sandgræðslunnar.
16. Ólafur Sigurðsson á Hellulandi hefur starfað
þessi ár að leiðheiningum um klak og veiði í ám
og vötnum. Ólafur hefur aðallega starfað i sam-
ráði við og undir eftirliti Veiðimálanefndar.
17. Guðmundur Jónsson, kennari á Hvanneyri, hefur
veitt búreikningaskrifstofu ríkisins forstöðu. Sam-
kvæmt lögum um búreikningaskrifstofu ríkis-
ins hefur Búnaðarfélag Islands umsjón með starfi
hennar. Jafnframt hefur Búnaðarfélagið lagt
skrifstofunni til fé, að því leyti sem hið lögá-
kveðna framlag hefur ekki hrokkið til.
Skrifstofan.
Aðalstarfsmaður á skrifstofunni er Sveinbjörn
Benediktsson. Karen Waag, skrifstofumær, starfaði
einnig á skrifstofunni árið 1945 og nokkurn hluta árs-
ins 1946, en er hún lét af störfum, tók við ungfrú Sig-
ríður Hafstað. Gjaldkeri félagsins starfar einnig meira
og minna á skrifstofunni. Þá er og búnaðarmálastjóri
fastur starfsmaður þar, þegar hann er heima. Auk
þess hafa verið ráðnir menn um skemmri tima til að-
stoðar, t. d. þegar Búnaðarþing situr eða önnur sér-
stök störf kalla að.
Störf skrifstofunnar eru að mestu hin sömu ár frá
ári, en þó má segja, að þau fari sífellt vaxandi, sér-
staklega ýmis störf, sem þarf að vinna fyrir ráðu-
neytið. Eru það sífellt fleiri og fjölbreyttari mál, sem
ráðuneytið felur Búnaðarfélaginu að afgreiða, svo að
segja má, að alltaf sé nóg verkefni fyrir höndum.
Búnaðarþing 1945 og aukaþing sama ár.
Búnaðarþing var kvatt saman laugardaginn 10. febr.
1945, og var þingið sett kl. 5 síðdegis þann dag í hað-