Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 97
BÚNAÐARRIT
91
Einnig lieinisótti ég bændur í Sauðfjárræktarfélagi
Gnúpverja í des. 1946 i sömu erindum. Á þessum
ferðum var Hjalti Gestsson héraðsráðunautur hjá Bún-
aðarsambandi Suðurlands með mér. Hefur hann haft
hönd í bagga með stofnun félagsins í Gnúpverjahreppi
og leiðbeint með val fjárins í félagið.
Hjörtur Eldjárn vann að stofnun Sauðfjárræktar-
félags Svarfdæla og leiðbeindi um val félagsfjárins.
Sauðfjárræktarfélögunum þarf að fjölga, því að með
þeim er auðveldast að vinna markvisst að kynbótum
fjárins. í þeim munu ekki aðrir starfa en áhugasamir
fjárræktarmenn. Þeir verða að færa fullkomnar ætt-
artölubækur og afurðaskýrslur, og með því móti afla
þeir sér þeirrar undirstöðuþekkingar, sem nauðsyn-
leg er, til þess að ná fljótvirlcum árangri í fjárrækt.
Félagsstarfsemi eykur víðsýni og áhuga, en skortur
á félagshyggju lamar áhuga og eykur armæðu og böl.
Skozka fóð. Border Leicester féð er nú hreinræktað
á eftirtöldum stöðum: Á Hvanneyri, fjárræktarbúinu
á Hesti og á Hral’nkelsstöðum í Hreppum. Einnig er
aðeins vísir af því hreinræktuðu í Viðey. Á tveimur
fyrstnefndu stöðunum er það rikiseign, en á þeim
síðarnefndu einkaeign. Alls eru lil i landinu 40 ær
og 6 gimbrar hreinræktaðar af Border Leicester kyni.
Skozka féð á Hesti og Hrafnkelsstöðum var flutt norð-
an úr Þingeyjarsýslu sumarið 1946, tii þess að bjarga
því undan niðurskurði.
Það fer í vöxt, að bændur ali upp kynblend.inga af
B. L. kyni, einkum vegna þess, að þeir, sem hafa reynt
l>á á mæðiveikisvæðinu, telja, að þeir séu hraustari
gegn mæðiveikinni en íslenzka féð. Mest er af kyn-
blendingum þessum i Andakíl í Borgarfirði og þar í
grennd, einnig eru þeir á nokkrum bæjum í Mýra-
sýslú, Dalasýslu, Húnavatnssýslu, Árnessýslu og
Strandasýslu.
Flestir eru þessir kynblendingar ungir enn þá og