Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 172
166
B U N A í) A R RI T
eftir ósk landbúnaðarráðherra. Fyrra sumarið hætti
hún störfum í lok júlímánaðar, en liið síðara í lok
ágústmánaðar.
Tafla I gefur yfirlit um starfsemi ráðningastofunn-
ar og árangur af henni, bæði i beinum tölum og hlut-
fallstölum.
Til samanburðar við árin 1943 og 1944 eru neðst á
töflu I sýndar niðurstöðutölur frá þeim árum, og sést
þá, að tala skráðra bænda lækkar ár frá ári og einnig
tala þess verkafólks, sem þeir biðja um, bæði í bein-
um tölum, eins og eðlilegt er, en einnig hlulfallslega.
Framboð verkafólks er mest 1943 og minnst 1946, en
1945 er það meira en 1944. Ráðningar takast flestar
1943, en fæstar 1946, en það ár eru þær hlutfallslega
flestar, bæði í samanburði við eftirspurn og framboð,
— og miðað við eftirspurn fer ráðningum hlutfallslega
fjölgandi frá ári til árs, en meiri áhöld eru um hlut-
fallstölur, þegar miðað er við l'ramboðið, og er þó sú
hlutfallstala hæst síðasta árið.
Taflan sýnir, að framboð unglingsstúlkna er bæði
árin meiri en eftirspurnin —• og þó einkum siðara árið.
Aldursmörkin milli fullorðinna og unglinga voru áður
sett við 18 ár, en nú við 16. Er það gert sökum þess,
að það finnst á, að bændur gera nú minni mun en
áður á því, hvort þeir fá fullorðna manneskju eða ung-
ling frá 16—18 ára gamlan, og stendur það eflaust
mest í sambandi við aukna vélanotkun og bætt vinnu-
brögð að öðru leyti. I öðru lagi kemur og það til, af
hálfu ráðningastofunnar, að unglingar yfir 16 ára
telja sig fullgilda til allra verka og gera kaupkröfur
samkvæmt því, litlu lægri en fullorðið fólk. Ráða þar
um sennilega mestu þau kauplilboð, sem unglingar á
þessum millibilsaldri fá nú í kaupstöðunum eða við
önnur störf en sveitastörf.
Þótt færri bændur hafi leitað til ráðningastofunnar
þessi 2 síðustu ár en áður, þá er það engan veginn af