Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 51
B Ú N A Ð A B R I T
45
nema að mjög litlu leyti, yfirlit um, livað gerist í rækt-
unarmálum yfirleitt í landinu.
Af þeirri ræktun, sem framkvæmd er, verður það
nijög takmarkaður hluti, sem getur orðið undirbúinn
og skipulagður af Búnaðarfélagi íslands, enda þótt ein-
stakir bændur, hreppabúnaðarfélög og búnaðarsam-
bönd liafi æskt þess. Fæst búnaðarsambandanna bafa
fengið béraðsráðunauta, og í mörgum tilfellum befur
ekki verið bjá því komizt að taka til meðferðar verk-
efni, sem gert hefur verið ráð fyrir, að þeir leystu af
böndum fyrir búnaðarsamböndin. Þetta liefur í mörg-
um tilfellum leitt til þess, að ekki hefur verið hægt að
sinna sem skyldi ýmsum þeim skipulagsmálum varð-
andi ræktunarframkvæmdir, sem ástæða væri til að
jarðræktarráðunauturinn liefði afskipti af. Það hefur
og leitt til þess, að jafnvel undirbúningur stærri verk-
efna hel'ur dregizt úr bömlum meir en skyldi
Þessi tvö ár hafa að vissu leyti markað þáttaskipti
í ræktunarmálum. Framkvæmdaáhugi bænda befur
verið meiri en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdageta
þeirra hefur aukizt. Framkvæmdaþörfin er öllum ljós,
er nokkuð þekkja til málefna landbúnaðarins, bæði
vegna fækkunar fólksins, er vinnur að heimilisstörf-
unum, svo og vegna aukinna þarfa þjóðarinnar á
framleiðslu ýmissa landbúnaðarafurða.
Búnaðarþingi og stjórn Búnaðarfélags Islands, sem
þessi skýrsla er fyrst og fremst ætluð, mun og vera það
ljóst, að sá undirbúningur ræktunarframkvæmda, sem
nú stendur fyrir dyrum, gerir meiri kröfur lil tækni-
legs undirbúnings beldur en Búnaðarfélag íslands get-
ur komizt yl'ir með þeim fjárráðum og starfskröft-
um sem það nú hefur.
Pálmi Einarsson.