Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 177
BÚNAÐARRIT
171
Varð því heldur mögur útkoma af þessari viðleitni
B. 1. til að bæta úr verkafólksskorti bænda og rýrnar
enn við það, að 4 af þeim 37, sem þó gerðu vart við
sig og réðust, komust aldrei alla leið til bændanna,
sem þeir voru þó ráðnir hjá, heldur réðu þeir sig í
kauptúnum, sem leið þeirra lá um frá ráðningarstað
til bændanna. Vitað er einnig um 2, sem báru við ó-
sönnum ástæðum til þess að losna úr vist, sem þeir
voru komnir i.
Fyrirfram var samið um 600 króna kaup á mán-
uði og 4—6 mánaða ráðningartíma, og var Færey-
ingunum þetta kunnugt, áður en þeir fóru að heim-
an. Fyrir tilmæli viðskiptafulltrúa Færeyinga hér
á landi, hr. Dahlsgaard, var þegar, er Færeying-
arnir fóru að koma, gengið inn á að hækka mán-
aðarkaupið upp í kr. 800.00 almennt fyrir full-
orðna menn og í kr. 900.00, ef þeir voru vanir mjölt-
um. Var þá ekki þvi til að dreifa af hálfu Færeyinga,
að þeir væru hörðu beitlir i kaupsamningum, en þrátt
fyrir það urðu efndir þeirra ekki betri en að framan
greinir. Stóð þó ekki á því, að þeir kæmust — og kæmu
— til landsins, en þrátt fyrir gerða samninga um kaup-
gjald og mikla hækkun á þeim Færeyingum í vil, þótt-
ust þeir óhundnir allra mála og réðu sig þar, sem
kaupin gerðust hezt: —■ á eyrinni.
Erlent verkafóllc 1946.
Fyrir og eftir síðustu áramót fóru að berast fyrir-
spurnir frá Norðurlöndum — einkum frá Danmörku
— um atvinnumöguleika hér á landi við sveitastörf.
bannig höfðu Búnaðarfélagi íslands borizt, fyrir sum-
armál, um 60 fyrirspurnir frá dönskum ríkisborgur-
um, bæði körlum og konum, sumar beint, en flestar
fyrir milligöngu danska sendiráðsins bér. Auk þess
barsl félaginu ósk um það frá Dansk-Islandsk Sam-
fund í Kaupinannahöfn, að 50 danskir sveitapiltar yrðu