Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 94
88
BÚNAÐARRIT
um: Suður- og Norður-Þingeyjarsýsluni, Norður-Múla-
sýslu, Eyjafjarðarsýslu, Strandasýslu og austurhluta
Árnessýslu. í þessum héruðum hefur líka fjárræktiu
tekið jafnmestum frarnförum á undanförnum áratug-
um. Enn fremur er virðingarverður áhuga fyrir fjár-
rækt í ýmsum öðrum héruðum, t. d. í Skaptaféllssýsl-
um og sumum sveilum Rangárvallasýslu, Skagafirði,
ísafjarðarsýslum, Borgarfirði, Dölum, Snæfellsnesi og
víðar. í Gullbringusýslu er áliugi fyrir fjárrækt harla
lítill, enda eru skilyrði þar til fjárræktar ill og árang-
urinn eftir því. Féð er látið ganga umhirðulítið i
hraununum á Reylcjanesskaga og lítið eða ekkert gert
til þess að reyna að auka afurðir þess með bættri
fóðrun og ræktun. í Húnavatnssýslu er núna hnign-
unartímabil í fjárræktinni og raunar víðar á mæði-
veikisvæðunum. Hvergi á landinu nema í Gullbringu-
sýslu hefur áhugi fyrir hrútasýningum verið minni
en í Húnavatnssýslum siðan ég varð ráðunautur, enda
er þar ekki um framfarir að ræða í kynbótum fjár-
ins. Vestur-Húnvetningar óskuðu engir eftir hrútasýn-
ingum 1038. 1942 óskuðu þrír hreppar eftir sýning-
um, en í einum þeirra féll sýning niður og í tveiniur
voru illa sóttar sýningar. 1946 óskuðu aðeins tveir
hreppar í V.-Hún eftir hrútasýningum, þeir söniu og
sýningar voru haldnar í 1942. 1 öðrum þessum hreppi
féll sýning niður s. 1. haust vegna annríkis bænda
við opinbera vinnu, en í hinum var haldin sýning,
sem þó var ekki vel sótt. Slíkur virðist nú vera áhugi
Vestur-Húnvetninga fyrir fjárræktinni, og Austur-
Húnvetningar eru lítið áhugasamari.
Margir bændur í þessum sýsluin og víðar á mæði-
veikisvæðinu halda því fram, að mæðiveikin orsaki
þetta áhugaleysi og telja það fullgilda afsökun. Ég
viðurkenni, að mæðiveikin á mikinn þátt i því að deyfa
áhuga fyrir fjárrækt, en slfkt er engin gild afsökun
fyrir því að skeyta engu um ræktun fjárins og kynbæt-