Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 122
116
BÚNAÐARRIT
peninga fijrir matvaeli, sem yrði að kaupa, væri mjóllc-
in ekki eða minni, eða með því að láta kálfa umsetja
hana i kjöt, sem síðan má selja.
Meðal fyrstu verðlauna ltúnna 1946 eru margar úr-
valskýr, og ber þar mest á kúm út af Kluftakyninu
— Huppu 12. — Af systrum er þar flest af Mánadætr-
um, og eru þær margar metfé. Alls eru 39 kýr út af
Huppu 12 á Kluftum meðal fyrstu verðlauna kúnna,
1946, og hef ég prentað nöfn þeirra með breyttu letri,
svo að menn geti séð, hverjar þær eru.
Ég gaf Mána frá Kluftum fyrstu verðlaun, en Hjalti
gaf Klufta og Hrafnkeli í Gnúpverjahreppnum og Repp
í Hraungerðishreppnum fyrstu verðlaun, og skal nú
vikið að fyrstu verðlauna nautunum.
1. Máni frá Kluftum er eign Naugriparæktarfélags
Hrunamannahrepps. Hann er fæddur 1. jan. 1936 hjá
Guðmundi sál. Sigurðssyni, er þá bjó á Ivluftum. Móð-
ir hans er Huppa 12, en faðir Kaldur frá Kaldbak.
Máni er brandhuppóttur og kollóttur. Um Huppu 12,
Kluftum, vísast til Búnaðarritsins, LVIII. árg. Þar er
líka nokkuð rakin sú reynsla á dætrum Mána, sem þá
lá fyrir.
Eftir að hafa fengið skýrslu ársins 1945 hef ég á ný
gerl samanlmrð á dætrum Mána og mæðrum þeirra.
Enn vantar mig þó að geta gert þann samanburð eft-
ir burðarárum, þá er borið saman, hvað þær hver um
sig hafa mjólkað eftir fyrsta, annan, þriðja kálf o. s.
frv. Ég hef aðeins ársnytina á almanaksárinu, og þá
venjulega hluta úr nyt eftir tvo kálfa, t. d. 2. og 3.,
4. og 5. o. s. frv. Beri inæður og dætur ekki á sama
tíma árs, verða ársnytirnar ekki sambærilegar fyrr en
lcýrin er orðin það gömul, að hún er hætt að bæta við
sig nyt með auknum aldri. Vegna þessa hefur orðið
að sleppa nokkrum kúm úr samanburðinum. Öðrum
hefur orðið að sleppa vegna þess, að burður hefur