Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 144
138
BÚNAÐARRIT
Sambönd nautgriparæktarfélaga eru að komast á
bæði í Skagafirði og Borgarfirði, og mun á báðum stöð-
um vera nokkur áhugi fyrir að koma upp sæðinga-
stöðvum. Er gott til þess að vita, en allt skal gerast
með gát, og áður en horfið er að því ráði, þarf bæði að
vera til staðar góður nautgriparæktarfélagsskapur, þar
sem skýrsluhaldið er í lagi, og menn, sem kunna tækni-
legar hliðar starfsins, svo að sem minnst mistök eigi
sér stað. Og fyrr en þessi skilyrði bæði eru til staðar,
á ekki að ráðasl í framkvæmdir. En gott er að vinna
markvisst að þeim.
Þrátt fyrir það þótt ýmis „ástandsfyrirbæri" hafi
síðustu ár lamað starf nautgriparæktarfélaganna, þá
hafa þó líka á þeim árum komið í Ijós viss atriði í
starfi þeirra, sem spá góðu um framtíðina. Nefni ég
þar fyrst, að það er fyrst á hinum allra síðustu árum,
sem menn virðast vera að fá skilning á því að afla
reynslu á nautum, sem menn gera sér vonir um, að
reynist vel. Vegna þessa hafa þegar fundizt naut, sem
undan koma ágætar kýr, og er það ómetanlegur syrk-
ur í starfi framtíðarinnar.
í öðru lagi er sæðingin byrjuð, en með henni má ná
miklu skjótari árangri en hægt er að ná að öðrum
leiðum, og j>etta tvennt saman lofar miklu um starf
næstu áranna.
Þá hefur meðferð kúnna batnað, menn smálært að
fóðra þær eftir nythæðinni, en þó vantar enn mikið
til þess að vel sé í því efni. En það sígur í áttina. Það
eru nú, 1947, þrjátíu og átta ár, síðan ég fór yfir fyrstu
skýrslur nautgriparæktarfélaganna 1909,og síðan lief ég
farið yfir ailar skýrslur þeirra árlega og fylgzt þannig
belur mcð starfi þeirra en nokkur annar. Á þessum
árum hefur verið um sígandi liæga framför að ræða í
heildinni, en alltaf hefur það verið svo, að hér og þar
hafa komið upp systrahópar, sem borið hafa af og
skarað fram úr. En þcgar systrahóparnir hafa verið