Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 158
152
B Ú N A Ð A R R I T
tekið fram, að iveir hrútanna væru sjúkir af klaufroti
„Foot rot“, sem er algengur kvilli í sauðfé í Bretlandi
og víðar.
Þegar lokið var öllum undirbúningi að víðtækri
sæðingu í Borgarfirði og Árnessýslu, ákvað yfirdýra-
læknir, að öllum hrútunum skyldi lógað, og var því
hoði framfylgt 20. des.
Hins vegar hafði ég umsjá með sæðingu sauðfjár,
sem framkvæmd var bæði á norður-, austur- og suður-
landi um áramótin.
í Eyjafirði og liluta af S.-Þingeyjarsýslu voru sædd-
ar um 200 ær með sæði úr tveimur B. L. hrútum,
gömlum, úr Svarfaðardal. Einnig voru þar sæddar
nokkrar ær með sæði úr einum Cheviothrútnum, sem
ég keypti í Skotlandi. Var j)að tekið skömmu áður
en ákveðið var að drepa hrútana og flutt norður í
jeppa. Var það notað á bæjum í utanverðri Eyjafjarð-
arsýslu, aðallega á svæði sauðfjárræktarfélags Svarf-
dæla, sem hefur það mark að rækta og gera tilraunir
með útlenda fjárblöndu.
Þá kenndi ég töku og meðferð sæðis hr. Arnljóti
Sigurðssyni, Arnarvatni, Þingeyjarsýslu, og mun hann
hafa framið sæðingu á fé í Mývatnssveit og víðar með
sæði úr hrútum af gamla þingeyska kyninu.
í Borgarfirði tók ég sæði úr hrútum á Hesti, aðal-
lega úr hrútum af Kleifakyni. Með því sæddi ég um
150 ær í Hrunamannahreppi, Bislcupstungum og
Grímsnesi. Einnig mun Sigurður á Fiskilæk liafa tekið
sæði úr þessum sömu hrútum og sætt ær á Mýrum.
Eigi er enn vitað um árangur sæðingarinnar á nein-
um þessara staða og mun ekki vitnast til fulls fyrr en
í vor. En þó má fullyrða, að mjög mikill hluti af án-
um hefur ekki hafnazt við sæðinguna nú fremur en
í fyrra. Álit ég, að sú aðferð við sauðfjársæðingu, sem
ég nam í Englandi og hef eingöngu notað, sé stórgöll-
uð, svo að nauðsyn ber til, ef framvegis á að flytja