Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 66
60
BÚNAÐARRIT
Sumarið (júní—sept.).
Júní svipar til maí fram að 20., með mikið sólfar
og þurrt veður, en þó nokkuð vindasamt. Eftir 20.
júní var hægviðri, hlýja og töluverð úrkoma, brá þá
við, að öllum gróðri fór ört fram. Fram að 20. var
grassprettu skammt komið, svo allur fénaður hafði
knappa beit. Kartöflur komu upp um 15., og hætt að
gefa kúm víðast um 16.
Júlí. Mildur og hlýr eftir hætti. Úrkoma vfir meðal-
lag, en féll þannig, að tíðarfarið var hagstætt töðu-
þurrk, einkum frá 1.—5. og 14.—21. júlí. Sláttur byrj-
aði víða um 10.—15. júlí, en á Sámsstöðum 1. júlí.
Spretta á túnum var víðast í meðallagi, og nýttist
ágætlega. Bygg skreið 3.—5. og hafrar frá 10.—12.
júlí.
Ágúst. Hlýr yfir meðallag og þurrviðrasamur. Minni
úrkoma en í júlí. Engjasláttur byrjar víða 10. ágiist,
og voru þá allvíða alhirt tún. Bygg varð fullþroska
25.—27. ágúst, og hófst þá uppskera. Túnvingull full-
þroska 10.—15. ágúst. Kartöflur vel sproltnar undir
mánaðamót, og sums staðar byrjuð upptaka. Mán-
uðurinn óvenju hagstæður fyrir heyskap og öll úti-
verk. Um 20. ágúst gerði næturfrost, er skaddaði kart-
öflugras, einkum þar, sem garðar lágu lágt.
Septemher. í meðallagi hlýr og tíðin óvenjulega hag-
stæð allri uppskeruvinnu, því oftast var sól og þurr-
viðri. Þurrviðri frá 1. til 7. og svo alltaf öðru hverju
það sem eftir var mánaðarins.
Lokið byggskurði hinn 15. og hafrar skornir fyrst
13. — Þroskun á korni var ágæt og nýting með af-
brigðum góð. Vart varð kartöflumyglu, en lítið bar á
stöngulveiki. Víða lokið upptekningu kartaflna í mán-
uðinum. Veðrið jafnan slillt og aldrei hörð veður.
Engjaslætti lokið um miðjan september víðast hvar.