Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 92
8(5
B Ú N A Ð A R R I T
liveinig eigi að dæma kindur og eí'tir hvaða eigin-
ieikum heizt þarf að sækjast í sauðfé. Auk þess ræði
ég ýmis atriði varðandi sauðfjárrækt við bændur á
sýningunum og svara spurningum, sem beint er til
mín, en oft hef ég of stuttan tíma til þess að verja i
samræður að sýningum loknum.
Áhugi bænda fyrir hrútasýningum hefur yfirleitt
verið mikill og þátttaka í þeim víðast góð. Þetta hefur
þó nokkuð farið eftir landshlutum. Sumar sveitir óska
aldrei eftir hrútasýningum, en þær eru fáar, en nú
síðustu árin fer það í vöxt í sumum héruðum að óska
ekki eftir hrútasýningum, og það sem verra er, að
bændur hafa sótt verr sýningarnar núna siðuslu tvö
árin en áður. Verður vikið nánar að þessu síðar.
Gildi hrútasijninga. Það blandast engum liugur um,
sem kunnugur er sauðfjárrækt landsmanna, að hún
hefur tekið miklum framförum síðustu árin. Bæði
hefur kjötframleiðslan, eftir á að meðaltali, vaxið til
inikilla muna og kjötið farið batnandi hvað gæði snert-
ir, en mikið vantar þó á, að allt sé enn í ákjósanlegu
lagi í þvi efni. En hverju eru framfarirnar að þakka?
Úg held, að þær séu eingöngu að þakka bættri fóðrun
samfara betra fjárvali og kynbótum. En eiga þá hrúta-
sýningarnar einhvern verulegan þátt í bættu fjár-
vali og auknum kynbótum sauðfjár. Ég held, að óhætt
sé að fullyrða, að þær hafi átt og eigi enn eftir að eiga
drýgstan þáttinn í þvi, að bændur vandi hrútaval og
hugsi um kynbætur fjárins. Ég veit, að hrútar hafa
batnað mjög hæði hvað vænleika og vaxtarlag snertir
frá því fyrst var byrjað að halda hrútasýningar hér
á landi þar til ég varð sauðfjárræktarráðunautur. Síð-
an hafa þeir haldið áfram að stórbatna, sem ég hef
sýnt fram á áður, t. d. í grein um hrútasýningar í 59.
árg. Búnaðarritsins, þ. e. árganginum, scm siðast kom
út.
Búnaðarfélag íslands býður bændum upp á einstakt