Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 48
42
BÚNAÐARRIT
Hinn 2. júní kom tilraunaráð jarðræktar til móts
við mig á Akureyri, og fórum við austur á Fljótsdals-
hérað til að athuga jörðina Hafursá. Úr þessari ferð
kom ég til Reykjavíkur 8. júní. Var þá þrjá daga við
Ölvesáveituna, en fór svo 19. júni vestur á Reykhóla
og mældi þar fyrir framræslu á 15 ha. í þessari ferð
fór ég með Jóhanni Fr. Kristjánssyni byggingameist-
ara á flesta bæi í Hvammssveit í Dalasýslu og að Stað-
arfelli til að athuga um fyrirkomulag og staðarval fyrir
peningshús, einkum safngryfjur, haughús, fjós og vot-
heystóftir. Úr Dalasýslu fór ég norður í Þingáveituna
og lauk við mælingu þeirra framræsluskurða, sem fé-
lagið lætur grafa á sinn kostnað. Á suðurleiðinni
mældi ég fyrir l'ramræslu i Skilmannahreppi, ásamt
Birni Bjarnarsyni, sem þá var kominn lil starfa í fé-
laginu. Var hann með mér á þessu ferðalagi öllu til
að kynna sér verkefni þau, er hann tók að sér að fram-
kvæma þá um sumarið.
Frá 20. júlí var ég á Norðurlandi og framkvæmdi
mælingar í Húnavatns-, Skagafjarðar-, Evjafjarðar-
og Þingeyjarsýslum, og voru mælingarnar að lang-
mestu leyti í sambandi við verkefni, er ætluð voru þeim
6 skurðgröfum, sem í þessum sýslum eru notaðar
við framræslu til tún- og engjaræktar.
//. Ræktunarsamþykktir.
Á árinu voru staðfestar 14 ræktunarsamþykktir, en
alls gengu 24 ræktunarsambönd frá samþykktum sin-
um heima fyrir. En mjög hefur viljað slcorta á, að
þau gögn væru í lagi, er þeim ber að senda með sam-
þykktunum, svo að afgreiðsla hefur dregizt. Búnaðar-
sambönd Borgarfjarðar, Skagafjarðar, Austur- og
Vestur-Húnavanssýslu taka þessar framkvæmdir að
sér algerlega á sínum svæðum. Búnaðarsamband Aust-
urlands, Vestfjarða og Búnaðarsamband Stranda-
manna setja félögum sínum heildarsamþykktir, en