Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 161
B U N A Ð A R RI T
155
15. maí fór ég af stað suður til að vera á aðalfundi
veiðifélags Rangæinga. Er ég kom ú Blönduós, var
komin norðan stórhríð og Holtavörðuheiði með öllu
ófær. Varð ég því að snúa við aftur, og þótti mér illt
að geta ekki staðið við loforð mitt að mæta á téðum
fundi.
1. júní fór ég til Rvíkur og var á fundi veiðimála-
nefndar. Hélt svo vestur á Snæfellsnes. Hafði JónLofts-
son kaupmaður beðið mig að athuga Sleggjubeinaá.
Var Jón sjálfur með. Þá var verið að Ijúka við fisk-
veg í Fróðá í annað sinn. Hafði verið gerður þar vegur
án þess að leita til mín, og reyndist það verk gagns-
laust. En nú virtist allt vera í lagi.
Misklíð var risin út af veiði í Straumfjarðará. Vildi
eigandi Eiðhúsa telja sér heimila stangveiði í ánni. Á
Fáskrúðarbakka fékk ég lánaða liesta og fylgd, kynnti
mér alla aðstöðu og skrifaði svo, er heim kom, álits-
gerð um þetta mál, og er það nú komið í lag.
Á bakaleið beið ég í Ferjukoti eftir úætlunai’bil
vestur í Dali. Höfðu laxveiðimenn við Laxá mjög
kvartað undan því, að lax gengi ekki í ána, ef vatn
væri fyrir neðan meðallag. Stjórn veiðifélagsins bað
mig að koma vestur og segja fyrir um, hvernig greiða
mætti fiskinum veg úr Murtarpolli og upp i Papa,
en milli þessara tveggja hylja var hindrunin. Þá ósk-
aði stjórnin eftir að ég athugaði Sólheimafoss með til-
liti til þess, hvort hagur mundi að gera hann gengan
og í því sambandi gæði Skeggjagils sem laxár.
í Búðardal tók meiri hluti stjórnar á móti mér, og
áttum við fund saman um ýmislegt viðkomandi félag-
inu og veiði i ánni. Eftir það fór formaðurinn, Guð-
mundur á Leiðólfsstöðum, með mér til að athuga það,
sem um var beðið. Hefur nú fiskinum verið greiddur
vegur yfir flúðirnar, en við Sólheimafossi vildi ég ekki
hreyfa að svo stöddu.
Heim kom ég 14. júní.