Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 115
BÚNAÐARRIT
109
að dómi Gunnars Árnasonar, er mætti á sýningunni í
Reykhólasveitinni og dæmdi Bæti verðlaunin.
Sýningar lí)46. Vorið og sumarið 1946 bar að halda
sýningar á Suðurlandi. Þá bar líka að kjósa til Al-
þingis, og þar sem ég hafði gefið kost á mér sem þing-
mannsefni Norð-Mýlinga varð ég líka að mæta á fram-
boðsfundum þar, og var það varla samrýmanlegt. A
sýningunum byrjaði ég um 20. maí og lauk sýningum í
V.-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, áður en ég
hóf framboðsfundaferðalag mitt. 1 Mýrdalnum fórust
sýningar þó fyrir vegna illviðris. Á meðan ég var á
ferðalagi vegna framboðs míns, fékk ég Hjalta
Gestsson, búfræðikandídat, til að mæta fyrir mína
hönd á sýningunum i Flóanum, Skeiðum og Gnúp-
verjahreppi, en annars staðar ætlaði ég að vera sjálf-
ur, er ég kæmi aftur að austan í byrjun júlímánað-
ar. Ýmsum þótti þó þá vera orðið of áliðið sumars og
óskuðu þess eindregið, að ég reyndi að fresta þeim
þar til vorið 1947. Þetta var mér bagalaust að gera.
Ég á þá að vera í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu m. m.
og það er minnsta og léttasta svæðið að ferðast um og
auðvelt að bæta við það, ef ástæða er til. Vorið 1947
eiga því Mýrdælingar, Laugdaslir, Grímsnesingar, ölf-
usingar og Kjósarbúar völ á að fá sýningar, ef þeir
vilja.
Af skýrslu II sjá menn sams konar skýrslu um I.
verðlauna kýrnar 1946 og áður er gefin yfir fyrstu
verðlauna kýrnar 1945.
Menn munu strax veita því athygli, að hér eru færri
eyður í slcýrslunni. Vafalaust má rekja það til þess,
að nú voru sýningarnar á svæði, þar sem bændurnir
hafa aðaltekjur sínar af mjólkursölu. Þeim virðist
vera Ijósari nauðsyn j>css að eiga góðar kýr en hinum,
sem ckki gcta komið mjólkinni í pcninga bcint, heldur
cinungis óbeint mcð þvi að spara með hcnni útiagða