Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 54
48
BUNAÐARRIT
Á 4 jörðUm í Álftaneshr. á Mýrum 4304 m
1 Skálholti...................... 1110 —
í Krísuvík ...................... 4302 —
Alls 41318 m
3. Aðrar mælingar og leiðbeiningar. Á 3 jörðum
mældi óg fyrir samtals um 3 km af skurðum, sem átti
að sprengja. — Á 10 bæjum mældi ég fyrir vatns-
veitum til heimilisþarfa. —• Mældi á Stokkseyri fyrir
holræsi af sömu gerð og byggt var á Eyrarbaklca í
fyrra. Hafði og umsjón með byggingu þess. Mældi
einnig á Stokkseyri fyrir sjóvarnargarði við austur-
enda kauptúnsins.
Auk þessa veitti ég mörgum bændum ýmiss konar
leiðbeiningar á því svæði, sem ég ferðaðist um, en
það náði milli Skeiðarársands og Mýra við Borgar-
fjörð.
Landskipti annaðist ég milli Kálfholts og Kálfholts-
hjáleigu í Holtum og enn fremur á Ketilsstöðum í
Mýrdal.
Bæði þessi ár hef ég enn haft vetursetu í Vík í Mýr-
dal og því aðeins dvalið í Reykjavík, þegar störf mín
hafa krafizt þess.
Vetrarstarfið er að vanda uppdráttagerð og áætl-
anir.
Sú mikla breyting hefur orðið þessi 2 síðustu ár, að
nú hef ég eigin bifreið til ferðalaga, eins og flestir
starfsmenn Búnaðarfélags íslands liafa nú. Þetta at-
riði, að starfsmenn B. í. eru nú hættir að ferðast eins
konar hreppaflutningi um landið við störf sín, líkt og
sveitarlimir fyrir mannsaldri síðan, -— má segja, að
skapi þáttaskipti í starfsemi félagsins. Þegar ég, eftir
jiessi tveggja ára þægindi, læt hugann reika yfir farn-
ar leiðir, þá furðar mig á, að ég skuli hafa þraukað
öll þessi ár, ýmist við að láta reiða mig og aðstoðar-
ínenn mína, ásamt hestburði af farangri, bæ frá bæ