Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 36
30
B Ú N A Ð A R R IT
uðust allar fyrirætlanir varðandi þetta mál, eins og
margt fleira. Voru allar fyrirætlanir um almenna
landbúnaðarsýningu þá iagðar á hilluna í bili.
Um miðjan desember 1945 l)árust stjórn Búnaðarfé-
lags íslands erindi frá Stéttarsambandi bænda og ann-
að frá Búnaðarráði, þar sem gerðar voru tillögur um
að halda landbúnaðarsýningu sumarið 1946. Var i
báðum erindunum óslcað samstarfs við Búnaðarfé-
lag íslands um framkvæmd málsins. Við athuguu
komst stjórn félagsins að þeirri niðurstöðu, að of
naumur tími væri til undirbúnings, svo að hægt yrði
að koma sýningunni í framkvæmd árið 1946. Hins
vegar beitti félagsstjórnin sér strax fyrir því að undir-
búa málið frekar. Var leitað atbeina landbúnaðar-
ráðherra, sem strax sýndi máli þessu velvilja og stuðn-
ing. Fékkst heimild í 22. gr. fjárlaga til þess að verja
allt að 100 þús. krónum til landbúnaðarsýningar, ef
halli yrði á rekstri hennar. Þessi heimild er í fjárlaga-
frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, og fæst
væntanlega samþykkt.
Að öðru leyti hefur verið unnið að undirbúningi
sýningarinnar eins og hér fer á eftir:
Stjórn Búnaðarfélagsins sneri sér bréflega siðast-
liðið vor til ýmissa félaga og stofnana, sem á einn eða
annan hátt vinna i þágu landbúnaðarins, annaðhvort
að faglegum málum eða viðskiptalegum. Var óskað
eftir, að þessi félagasamtök tilnefndu, hvert um sig,
fulltrúa til þess að taka sæti í sýningarráði, sem liefði
með höndum yfirstjórn sýningarinnar. Það gekk frem-
ur treglega að fá svör frá ýmsum þessum aðilum. Það
var því ekki fyrr en 15. október s. 1. sem stjórn Bún-
aðarfélagsins sá sér fært að boða til fundar fulltrúa
þeirra félagssamtaka, sem lofað höfðu að veita fyrir-
hugaðri landbúnaðarsýningu stuðning.
Á þessum fundi var sýningarráðið formlega stofn-
að, og eiga þar sæti þessir fulltrúar: