Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 72
6(5
B Ú N A Ð A R 1U T
margsannað, að t. d. á nýbrotnu landi þrífst bygg á-
gætlega í flestum árum, og ef það nær ekki fullum
þroska í stöku árum, þá fæst af landinu ávallt mikið
fóður. Útsæðismagn til skjólsáðs er oftast hæfilegt 150
-—180 kg sáðbygg á ha. Tilraunir í túnrækt hafa að
mestu verið hinar sömu og áður.
Teknar hal'a verið upp tilraunir með hinn nýja
köfnunarefnisáburð, ammoníaksaltpétur, og hafa nú
lilraunir sannað í 2 sumur, að hvert kg köfnunarefni
í þessari áburðartegund gefur eins mikið hey og í kalk-
saltpétri, en hér munar allmiklu á verði. Ætti því að
lceppa að því að útvega sem mest af ammoniaksalt-
pétri í stað annarra áburðartegunda, sem innihalda
þetta efni. Samtals hafa tilraunareitir alls verið hvort
árið 332 talsins og náð yfir 1.4 ha túns. Margt af þeim
túnræktartilraunum, sem gerðar hafa verið ú Sáms-
stöðum, hefur verið birt í sambandi við ritgerð Krist-
jáns Karlssonar skólastjóra um tilbúinn áburð, í Bú-
fræðingnum s. 1. ár. En í ráði er að gefa út skýrslu
um þær áður en langt líður.
Kornyrkjan.
Árið 1945 var að ýmsu óhagstætt kornyrkju, ekki þó
vegna þess, að sumarið væri of kalt, lieldur af því,
hvað votviðrasamt það reyndist. Sáð var í kornakrana
á venjulegum tíma, og kom vel upp, og fór alveg í með-
allagi fram, en þroskaðist með seinna móti vegna
vætu. í byrjun september leit vel út með fulla þroskun
og góða uppskeru, en vegna þess að ekki var nægilega
margt fólk til að vinna að uppskerunni dróst hún á
langinn, og varð uppskeran því eigi framkvæmd á rétt-
um tíma, en þetta varð til þess, að fuglar sóttu mjög
á akrana og klipptu öxin af stráinu. Árangurinn varð
sá, að minna korn fékkst en annars hefði orðið. Geri
ég fyllilega ráð fyrir, að ef tök befðu verið á að upp-