Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 23
BÚNAÐARRIT
17
Árið 1945 var ég í ferðalögum vegna Búnaðarfélags
íslands, þar með talið það, sem ég ferðaðist vegna Ný-
byggingarráðs, um 60 daga. Árið 1946 var ég um 50
daga í ferðalögum vegna Búnaðarfélags íslands. Bæði
árin hef ég ferðast dálítið fyrir nýbýlastjórn ríkisins.
Þeir ferðadagar eru ekki taldir með hér.
Hólmur í Landbroti.
Um það, á hvern hátt og hvers vegna Búnaðarfélag
íslands eignaðist Hólm í Landbroti, vísast til slíýrslu
minnar í „Til Búnaðarþings 1945“. Skal hér skýrt
frá því helzta, sem gerzt hefur varðandi það mál síðan.
Stjórnarnefnd Hólms hefur verið skipuð sömu
mönnum og tilnefndir voru í fyrstu til þess starfs.
Björn hreppstjóri Runólfsson í Holti tilnefndur af
stjórn Búnaðarfélags íslands og þeir Sveinn Einars-
son, Reyni, og Þórarinn Helgason, Þykkvabæ, tilnefnd-
ir af sjórn Búnaðarsambands Suðurlands. Búnaðar-
málastjóri hefur selið fundi með nefndinni og verið
með i ráðum um þær framkvæmdir, sem starfað hefur
verið að.
Valdimar Runólfsson hefur af miklum dugnaði og
óeigingirni verið forstjóri fyrir verkstæðinu á Hólmi
og jafnframt rekið þar bú á eigin ábyrgð.
Haustið 1945 var ákveðið að hel'jast lianda um
smíðakennslu á Hólmi. Birti ég hér fundargerð frá
fundi Hólmsnefndarinnar og skýrslu um för mína að
Hólmi, sem ég afhenti stjórn Búnaðarfélags íslands.
Fundargerðin er þannig:
„Ár 1945, miðvikudaginn 10. október, kom stjórn
smíðaskólans í Hólmi í Landbroti saman þar á staðn-
um.
Áuk stjórnarnefndarinnar mættu á fundinum þeir
Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastj., og Valdi-
mar Runólfsson, forstjóri, Hólmi.
2